Steve Cosser

Nú liggur fyrir að ástralski auðmaðurinn Steve Cosser muni ekki eignast Árvakur hf. Þrátt fyrir að hafa haft ákveðna fyrirvara á gagnvart manninum er ekki laust við að tilhugsunin um hann sem eiganda hafi kitlað. Eigandi sem skilur ekki hvað stendur í blaðinu er sannarlega ekki líklegur til mikilla afskipta.

Mikið var rætt um að hann væri mögulega leppur fyrir einhvern auðmann. Með viðtölum við hann í ljósvakamiðlunum í fyrradag varð hins vegar dagljóst að það skipti engu máli hvort hann er leppur einhvers eða ekki. Hrokinn og yfirlætið sem kom fram í viðtali við Ríkissjónvarpið og Stöð 2 töluðu sínu máli.

Öllum er orðið ljóst að hrokafullir auðmenn eru ekki æskileg blanda við fjölmiðlarekstur. Þarna birtist hrokafyllsti auðmaður  sem sést hefur lengi á sjónvarpsskjánum. Samanburður hans á verðmati Árvakurs og sínu eigin heimili í Lundúnum var kristaltært dæmi um hugsanagang sjálfsánægðs furðufugls með Mídasarkomplexa. Fullyrðingar hans um að rógberar yrðu eltir uppi og á þeim tekið voru síðan afskaplega taktlausar.

4 svör to “Steve Cosser”

  1. Hrefna Says:

    Heyr! Heyr! Þvílíkur afturkreistingur sem þessi maður er. Ótrúlega hrokafullur og laus við allan þokka. Skelfileg týpa og svo sannarlega ekki þörf fyrir hans líka hér…eða annars staðar, ef út í það er farið.

  2. Una Sighvatsdóttir Says:

    Samt, árshátíðin í Sidney hefði verið skemmtileg.

    Velkominn aftur í bloggheima annars. Vona að þú haldist inni.

  3. Magnús Davíð Norðdahl Says:

    Ég myndi þó ekki vilja vera óvinur hans.

  4. Jens Says:

    Já, velkominn á bloggið!

Færðu inn athugasemd