Bylgjur netnotkunar

Fyrst var það ircið. Svo umræðuvefirnir. Eftir það fóru allir að blogga. Svo fóru allir á myspace.  Síðan Facebook. Eins og sést af þessari upptalningu er hver bylgja margfalt skemmtilegri en forveri hennar.  Facebook virðist ætla að standa af sér allnokkrar smærri öldur, svo sem twitter og buzz.

Ég veit ekki hvernig arftaki Facebook, framtíðarandlag netfíknar heimsbyggðarinnar, verður úr garði gerður. Ég sé fyrir mér einhvers konar tæki sem skráir sjálfkrafa niður allar athafnir fólks, tekur þær upp á myndband, greinir þær og setur svo upplýsingarnar á margmiðlunarformi inn á netið.

Það er pirrandi að í nútímanum þurfi fólk handvirkt að skrá niður allar athafnir sínar, taka myndir eða kvikmyndir af þeim og  setja þær svo á netið. Þetta á að vera sjálfvirkt.

5 svör to “Bylgjur netnotkunar”

 1. Guðrún Davíðs Says:

  Það er töff hugmynd að hafa eina bloggfærslu á ári.

  Eina hugmynd, eina litla útskýringu, hvernig dagur er 18. febrúar í þínu lífi næstu árin.

  Svo yfir 20-30 ára tímabil þá geturðu fylgst með hvort þú þroskist eitthvað eða hvort þú hafir toppað á andlega sviðinu á þrítugsaldrinum og þetta er allta saman eitthvað bull eftir það.

  g.

 2. Guðrún Davíðs Says:

  Það er töff hugmynd að hafa eina bloggfærslu á ári. En þá verður þú líka að standa við það!!!

  Hvar er færslan mín?????

 3. Nafnlaust Says:

  Jæja, nú styttist aldeilis í næstu færslu. Febrúarfærslan 2015 verður legendary.

 4. Hafsteinn Þ. Hauksson Says:

  Legendary segi ég.

 5. rachaelharmon90744 Says:

  au contraire, it is actually cheap, but it will bore the hell out of urbanites like us. it is good for a quiet getaway, depending on the resort you ch Click http://d2.ae/hool09080

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: