Archive for the ‘Stríð’ Category

Öggi

janúar 9, 2008

Maður sendir email. Pósturinn virkar þannig að viðtakandinn sér nafn manns í skilaboðalistanum hjá sér, eða netfangið sem sent er úr. Netfangið er samhljóða nafni manns. Maður ávarpar viðtakandann. Maður kemur erindinu á framfæri.  Maður skrifar undir:

Kveðja,
Önundur.

Viðtakandi svarar. Viðtakandi ávarpar mann:

Sæll,
Ögmundur.

Manni fallast hendur.

Brugðið á leik

desember 9, 2007

Una brá á leik nú í hádeginu. Uppátækið lagðist vel í heimilisfólkið, sem gerði góðan róm að danshæfileikum hennar.

Rambar á barmi

nóvember 23, 2006

Það er alltaf skrýtið þegar fréttamenn segja Írak ramba á barmi borgarastyrjaldar. Svona svipað og að segja að ég rambi á barmi þess að vera frábær náungi. Ég er bara frábær náungi og það sjá allir heilvita menn.

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1236990