Archive for the ‘Skemmtan’ Category

Konungleg litaröð í spaða

apríl 2, 2008

Póker er göfug íþrótt. Þar sem ég var að spila póker á netinu áðan fékk ég hæstu hönd sem möguleg er. Þ.e. konunglega litaröð í spaða. Mér þótti ég nokkuð góður, og lagði allt sem ég átti undir. Því miður var borðið ansi lítið hvað upphæðir varðar og einhverjir búnir að pakka. Einn var All in, en það var aðallega vegna þess að hann átti svo lítinn pening. Þegar ég lagði allt undir, þá pökkuðu allir. Eg græddi lítið sem ekkert á þessu. En hvað gat ég annað gert, verandi með hæstu mögulegu hönd?

Litaröð

Og að lokum þessi tilvitnun til þess að svekkja sig enn frekar:

„If you’ve ever wondered why you’ve never hit a Royal Flush, here’s why. Of the 2,598,960 possible hands you could get in a game of poker, only four are Royal Flushes (spades, clubs, hearts and diamonds). Do the math and that means that to realistically expect to hit a royal you’d have to play for eight hours a day, seven days a week for seven years. If you get one, relish the moment.“

Jæja strákar, ha?

Frístundir

júlí 4, 2007

Þegar maður fer út á virkum kvöldum að hreyfa sig er allt fullt af fólki út um allt að gera eitthvað skemmtilegt. Fullt af liði að skokka, hjóla, á línuskautum eða ganga. Menn eru á sjóköttum á fossvoginum og að chilla í nauthólsvík. Þetta er frábær stemning til að blanda sér inn í. Manni líður vel.

Fyndið

júní 7, 2007

Ég á fyndinn vin sem heitir s.

s says:
ég fór í gymmið í morgun. geðveikt duglegur
Önundr says:
núnú, ég ætla einmitt út að hlaupa eftir hádegið
Önundr says:
er að pæla í að taka kannski 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu
s says:
nice
s says:
af hverju bara 10? af hverju ekki 100 eða 1000?

Þriðji brandarinn

maí 4, 2007

Eins og margoft hefur komið fram sæki ég tilefni til að hlæja ekki langt yfir skammt. Ég er sjálfbær hvað þetta varðar. Hér er nýjasta verk mitt:

Q: Veist þú af hverju það er íslenskufræðingur starfandi á hverju einasta sædýrasafni sem hefur hákarla til sýnis?

————————————–

A:  Því þeir kunna háfamál.

Uppvöxtur litla trés

apríl 29, 2007

Þar sem ég sit hér við gluggann í lesherberginu og þykist vera að læra sé ég að tréð sem ég fékk úr garði foreldranna síðasta vor er byrjað að laufgast. Mér tókst nefnilega að taka gríðarlega stóran moldarhnaus með því og það hefur sennilega ekkert tekið eftir því að það er ekki lengur í Garðabænum, heldur niðri í miðbæ. Eflaust skemmir heldur ekki fyrir að loðni, flækti, kaldi og hrakti fresskötturinn úr næsta húsi skítur reglulega í beðið og leggur þannig sitt af mörkum.

Ég er orðinn gersamlega sjúkur í sumarið. Þessi próf eru að flækjast alveg svakalega mikið fyrir mér. Get ég ekki tekið þau seinna bara?

Ég er búinn að ákveða hvað ég geri eftir prófin. Þann ellefta verð ég í vinnunni, þann tólfta kýs ég og þann þrettánda fer ég í hjólreiðatúr eitthvað út fyrir borgarmörkin. Fjórtánda til átjánda verð ég í vinnunni vonandi og þríf húsið á kvöldin. Helgina nítjánda til tuttugasta ætti maður kannski að smella sér á Kárahnjúka með einhverjum góðum mönnum.

Svo eigum við von á amerískum og hondúrískum (?) gestum í vikunni þar á eftir. Það eru þau Lasheena og Pablo. Planið er að sýna þeim eitthvað skemmtilegt, láta þau synda í Seljavallalaug og grilla fyrir þau og svona, áður en þau halda áfram í Evrópuför.

Seljavallalaug

Aaaahhhh! Sumar. Núna. Takk.

Hver hefur vinninginn?

apríl 9, 2007

Jæja, hvaða þáttur er ykkur minnisstæðastur? Allt miklir gæðaþættir.

1. Inspector Morse (John Thaw, Rúv)

2. Derrick (Horst Tappert, Rúv)

Derrick og Morse

3. A touch of Frost ( David Jason, Stöð 2)

4. Prime suspect (Helen Mirren, Stöð 2)

Frost og Prime Suspect

5. Taggart (Mark McManus, Rúv)

6. Maigret (Bruno Cremet, Rúv)

Taggart og Maigret 2

7. The Ruth Rendell Mysteries (George Baker, Rúv)

The Ruth Rendell Mysteries

Memory lane

mars 30, 2007

Gríðarlega spennandi að fylgjast með MR-ingum hirða það sem þeir eiga með réttu í beinni útsendingu. Hafa verið með besta liðið undanfarin ár, en ekki fengið sínar tölvur og utanlandsferðir vegna samsæris, mútumála og spillingar. Er ekki við hæfi að Ríkisútvarpið gjaldi skólanum 15 ferðatölvur, 15 bækur um náttúru Íslands og sólarlandaferð fyrir 15 manns, nú þegar réttlætinu hefur verið þjónað?

MK-ingar áttu auðvitað aldrei möguleika.

Aldrei.

Oddadómarinn ég

febrúar 23, 2007

Ég dæmdi MorfÍs keppni í fyrsta skipti í langan tíma í gærkvöldi. Við áttust FG og Borgó, en Borghyltingar unnu keppnina og fara því í úrslitin. Keppnin var skemmtileg. Borghyltingar áttu fyrri umferðina hjá mér, reyndar með minni mun en ég hélt, því ég var með þá hærri í ræðu og svörum en FG-inga hærri í málflutningi og geðþótta. Hins vegar átti meðmælandi FG-inga, Hekla, frábæra seinni ræðu og vann að mínu mati rökræðuna að miklu leyti í þeirri ræðu. En þetta var opið umræðuefni og því réðust úrslit nokkuð mikið á mælsku og orðalagi. Hún náði að orða þetta vel þarna og svaraði hörkuvel líka.

Svo er auðvitað góð æfing fyrir mann að fara upp í pontu við og við og halda eins og eina óundirbúna ræðu. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að segja fyrirfram þarna í gær, einhverjir brandarar virkuðu, aðrir ekki. Enginn skandall þó.

Eitthvað virðist ræða vinar míns, MDN, hafa farið fyrir brjóstið á fólki síðast þegar hann dæmdi FG í 8-liða úrslitum. Og var því sungið mjög langt lag um hann í liðsstjóraræðu FG-inga. Ég hafði gaman af því lagi, en það var allt allt of langt.

Ræðumaður kvöldsins var svo auðvitað fundarstjórinn. Hún var svo röggsöm. Fleiri svona fundarstjóra. „USS! EKKERT RÁP!“

———————-

Í kvöld er förinni heitið í Blásali hjá meistara Jens Þórðarsyni sem ætlar þar að halda upp á þá staðreynd að besti fjórðungurinn af lífi hans er búinn og kemur aldrei aftur. Við fjölmennum því vinir hans á 12. hæðina og hughreystum hann með gjöfum og faðmlögum.