Archive for the ‘Rugl og vitleysa’ Category

Draumar

desember 6, 2007

Í nótt gerðist eftirfarandi:

Tölvan mín eyðilagðist í eldsvoða, og með henni ritgerðin sem ég á að skila næsta mánudag.

Þingflokksfundur Sjálfstæðismanna fór fram í gamla barnaherberginu mínu í Garðabæ. Ég var beðinn um að vera úti á meðan.

Það var hár og fallegur foss við Rauðavatn og útlendir túristar fóru mjög óvarlega við að ganga á brúninni uppi á klettinum. Hjón sem þar voru hentu meira að segja syni sínum á milli sín, en þau stóðu hvort á sínum klettinum og létu hann fljúga yfir hengiflugið.

Hómer Simpson lá nakinn á hliðinni og hraut.

Samanburður á verkum

júlí 17, 2007

Hannes Hólmsteinn Gissurarson – Hvar á maðurinn heima?

Fræðileg umfjöllun um kenningar Machiavellis, John Locke, Platóns og fleiri spekinga.

Gillzenegger – Hvar á kjeadlinn heima?

Rit sem spratt fullskapað fram úr hugarfylgsnum meistarans þegar hann mundi ekki hvar hann átti heima eftir hressilegt skemmtanahald.

Þriðji brandarinn

maí 4, 2007

Eins og margoft hefur komið fram sæki ég tilefni til að hlæja ekki langt yfir skammt. Ég er sjálfbær hvað þetta varðar. Hér er nýjasta verk mitt:

Q: Veist þú af hverju það er íslenskufræðingur starfandi á hverju einasta sædýrasafni sem hefur hákarla til sýnis?

————————————–

A:  Því þeir kunna háfamál.

Tenacious D – Tribute

apríl 28, 2007

Eins og kunnugir vita er ég mikill áhugamaður um að þýða enska sönglagatexta viðstöðulaust á meðan ég syng tilheyrandi lög. Útkoman er oft skrautleg, en nú í morgun var ég að söngla þetta lag hans Jack Black og útkoman varð skárri en yfirleitt:

Look into my eyes and it’s easy to see

one and one make two, two and one make three

it was destiny

once every hundredthousand years or so

when the sun don’t shine and the moon don’t glow

and the grass don’t grow

————————————————-

Horfð’í augu mér, þar er auðvelt að sjá

hvernig einn og tveir gera saman þrjá

og forlög okkar tjá

Í eitt skipt’á hundrað alda fresti hann sést

þegar tunglið er nýtt og sólin sest

og uppskeran bregst.

Fékk bígerð í tána

apríl 24, 2007

Í dag lenti ég í því óláni að fá bígerð í tána. Það getur talist mjög alvarlegt ef illa fer, en ýmsar alfleiðingar þess geta líka verið lítt hættulegar. Enn hefur ekkert gerst og ég finn engan mun á tánni og sé ekkert að henni. En þannig er eðli bígerðarinnar, allt getur gerst og maður getur ekki annað en bara beðið og vonað.

Af Wikipediu í tilefni af bloggi Konráðs

apríl 22, 2007

Konráð Jónsson gerir nú stólpagrín að stjórnmálamanninum Boutros Boutros-Ghali á vef sínum, http://blogg.kj.is Hr. Ghali er að því er virðist endalaus uppspretta gleði fyrir heimsbyggðina, einungis af því að sama stafarunan kemur fyrir tvisvar sinnum í nafninu hans. Hér eru nokkur dæmi, tekin af vefalfræðiorðabókinni góðu:

Boutros-Ghali’s distinctive double name has been used for comedic effect in several television programs. In the UK Comedy series Believe Nothing, the host of a game show is called Boutros-Boutros Ghali (prompting Rik Mayall to ask „Can I call you Boutros-Boutros, Boutros-Boutros?“) In 2002, Boutros-Ghali appeared in a segment of Da Ali G Show episode „War„. Ali G introduced his guest as „Boutros Boutros Boutros-Ghali“ and wrapped up the interview by thanking „Boutros Boutros Boutros Boutros-Ghali“ for his participation. Along similar lines, in the early 1990s an episode of the CBC political satire TV show Royal Canadian Air Farce featured an exchange between two characters where, by adding/revealing words to each other one at a time, the conversation ultimately led to the phrase „Boutros Boutros-Ghali’s really bally Sally Rally/Gala“. The phrase „Boutros Boutros-Ghali“ was used as part of a mock parody of the Spanish language in a recurring sketch on the British TV comedy show The Fast Show. „Boutros Boutros-Ghali“ appears to have meant „goodbye“.

In an episode of Seinfeld titled „The Hamptons„, when Jerry and Kramer see George’s girlfriend topless, Kramer says „Yo-Yo Ma“ to which Jerry responds „Boutros Boutros-Golly!“ Boutros-Ghali was a regular feature in the Top 10 list feature on CBS‘s Late Show with David Letterman. In 1997 a list entitled „Top Ten Ways Celebrities Can Raise 33.5 Million Dollars“ included the suggestion that Boutros Boutros-Ghali could „Auction off a ‘Boutros'“. A May 6th, 1994 Top Ten List entitled „Top Ten Boutros Boutros-Ghali Pick-up Lines“ included the entries „Can I can I buy you a drink a drink?“, and „It must be fate – you don’t have any boutroses, and I’ve got one to spare!“. He was also referred to as „Boutros Boutros-Ghali: the man so nice they named him twice“. In the sitcom Family Matters, the character Myra Monkhouse gives her full name as „Myra Boutros-Boutros Monkhouse“. Boutros-Ghali was called „one of the most important people in the world“ second only to „Flibber Flabber Flinger Boo-Boo“ in a strip for Get Fuzzy, written by Darby Conley. The Animaniacs song „U.N. Me“ played on Ghali’s name in a different way: „Boutrous Boutrous Ghali-gee/Down by the East Riverside/Leads the General Assembly“ In the panel quiz Q.I., Stephen Fry informs us the literal translation of Boutros Boutros-Ghali is „Peter Peter- Expensive“.

There is an Icelandic non-league soccer team that honored the former Secretary-General by naming the team after him.[3]

Hohoho

apríl 16, 2007

Það er stundum erfitt að vera alvarlegur á spjallforritinu:

xxxx says:
introducing……….
xxxx says:
http://www.mazdabrimborg.is/Folksbilar/Mazda3/Ytra-utlit
Önundr says:
já þessi er flottur
xxxx says:
hvort á ég að taka langan eða stuttan? munar 30.000
Önundr says:
mér finnst nú oft gott að taka stuttan
xxxx says:
nú?
Önundr says:
en langur getur líka verið góður
xxxx says:
ég held að langi selst á hærra verði í endursölu
xxxx says:
pétur vill stutta, ég vil langa
xxxx says:
þegar það munar bara 30.000 þá er langi freistandi
Önundr says:
vissulega vissulega
Önundr says:
er það þá öll nóttin?
xxxx says:
ha?
Önundr says:
ekkert
Önundr says:
þessir löngu eru oft innilegri
Önundr says:
en stuttir svona hraðir og harðir
xxxx says:
hann er þvílíkur nagli þessi stutti
xxxx says:
ég prufukeyrði hann
xxxx says:
það var svo GAMAN
xxxx says:
VRÚÚÚM VRÚÚÚM
xxxx says:
hann var svo hress
xxxx says:
og smooth

Athugasemdir

apríl 13, 2007

Frambjóðendur tala mikið um að þeir muni, nái þeir kjöri, beina sjónum að þessu og hinu. Einn ætlar að beina sjónum að málefnum öryrkja og annar að beina sjónum að samgöngumálum. Ég get bara ekki séð hvað sjórinn kemur þessu við.

Það var í fréttum fyrir nokkru síðan að páfi ákvað að leggja Limbó niður. Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar einhvers konar stofnun eða prósjekt sem hefur verið lengi í gangi er lagt niður, þó ekki sé nema fyrir hið sögulega gildi þess. En hvað er svosem hægt að gera, þegar reksturinn er einfaldlega ekki arðbær lengur? Kannski hefði verið hægt að auka aðsókn með betri kynningu. Manni finnst dálítið eins og það hafi bara verið gefist upp á þessu án þess að virkilega reyna að rétta batteríið af. Eilífðin er langur tími og það er alltaf spurning hvað er ekki leiðinlegt ef því er haldið til streitu til eilífðarnóns. En þar lágu einmitt möguleikar Limbós. Ég held að það sé til margt verra en að hlusta á Chubby Checker að eilífu.

Skrýtla

apríl 10, 2007

Eins og landsmenn vita hef ég ætíð reynt að semja frekar mína eigin brandara en að læra þá utanbókar eftir öðrum. Hér samdi ég einn rétt í þessu, einhverjir kunna að telja hann jafnast á við Danny Glover brandarann sem ég fleygði fram á þessum vettvangi fyrir skömmu

Hvað sagði málvísindamaðurinn við hinn málvísindamanninn eftir að þeir höfðu í sameiningu myrt og etið pólskan götulistamann?

– ,,Djöfull erum við [sic] maður!“ 

Smá uppfærsla

janúar 3, 2007

Gott kvöld. Færslur hafa verið stopular. Af mér er það helst að frétta að ég er bara alltaf í vinnunni og er að spá í að fá mér nýjan bíl. Það er mér ekki ljúft að keyra ’95 VW Skrjóð um götur bæjarins og einungis nýlega varð mér ljóst að það er mér heldur ekki skylt. Hægt að kalla þetta vakningu.  Þannig að ef þið þekkið einhvern sem vill kaupa 11 ára gamlan VW Golf með endurnýjaðri kúplingu, pústi, pönnu og öxli þá látið þið mig bara vita. Hann var sprautaður árið 2000 minnir mig svo lakkið er nokkuð fínt bara, svona þegar drullan hefur verið skoluð af honum. Verð mjög umsemjanlegt en það má segja að uppsett sé 150.000.

Hvað á maður að fá sér í staðinn? Ég er að hugsa um kannski Ford Focus. Ku vera lág bilanatíðni.

Maður fylgist með fréttunum eins og aðrir þó lítið fari fyrir tjáningu á þessum síðum um þau efni. Kannski að heimurinn geti komist af án magnaðrar túlkunar minnar í bili?  Vil þó segja það að myndir frá aftöku Saddams Hussains sýndu aðeins eitt. Dauðarefsingar eru ógeðfelldar.

Skólinn byrjar svo seint svona eftir jól. Ekki fyrr en 15. janúar. Það er svosem fínt að geta verið í vinnunni aðeins lengur og unnið fyrir skólabókum og ýmsum startkostnaði annarinnar. Svo ekki sé talað um fyrrnefnd bílakaup.

Um skaupið vil ég reyndar leggja orð í belg. Þetta skaup var fyndið að mínu mati. Get ég þar nefnt Magnadjókið (húsmóðirin var fyndnust þar), Plútódjókið, Ólívur Ragnar Grímsson, Baugsdjókið, hverjum er ekki drullusama hvað Sirrý er að gera? og Andra Snjávar eftirherman fyndin líka.

Auðvitað var sitthvað sem var ekki fyndið. T.d. Jón Gnarr að hóta að berja fólk var ekkert fyndið. Nektarmyndir fyrir Geir og Jón í varnarmálinu, ekkert fyndið. Sjálfum finnst mér reyndar að Geir Jón hefði átt að vera fenginn til að leika bæði Geir og Jón, en það er annað mál.

Sitthvað má telja til. Maður hefur svo aftur heyrt fjölda fólks rakka þetta skaup niður og telja þetta jafnvel vera móðgun við landsmenn og endanlega réttlætingu fyrir einkavæðingu Ríkissjónvarpsins. Það er fólkið sem fattaði ekki brandarana og varð svo móðgað þegar því var sagt af útvarpsstjóra að það væri með lélegt skopskyn. Það er auðvitað bara nokkuð fyndið út af fyrir sig að taka skaupinu svona alvarlega. Þannig að þegar fólk skammast í útvarpinu yfir þessu er eins og skaupið sé ennþá í gangi. Mjög skemmtilegt.

Skellti mér á Kalda slóð í fyrradag. Það var ágætis skemmtun en eins og alltaf var miðinn of dýr. 1200 kall. Einhvers staðar sá ég því fleygt að handrit myndarinnar hafi verið skrifað og endurskoðað allt að 50 sinnum áður en farið var í tökur. Skýrir það kannski miðaverðið?  Að kvikmynd og -argerðarmönnum ólöstuðum tel ég að það sé hreinlega ekki nauðsynlegt að skrifa handrit 50 sinnum til að fá þessa útkomu. Svona nokkuð medioker plott verð ég að segja. En ágætt engu að síður.

Allir leikarar stóðu sig ágætlega, en mér fannst Helgi Björns bera af sem trúverðugur ógnvekjandi náungi með greindarvísitölu aðeins undir 100. Aníta Briem kom skemmtilega á óvart og var bara góð, en ég hef aldrei séð hana áður þrátt fyrir að mikið hafi verið látið af gríðarlegum frama hennar í erlendri kvikmyndagerð. Sá eini sem fór eitthvað í taugarnar á mér var Hjalti Rögnvaldsson sem var helst til stirður. Já og svo kyssast Elva Ósk og Þröstur Leó aðeins of mikið með tungunum.