Archive for the ‘Matur’ Category

Eplaétandi neytandi frá Íslandi

mars 31, 2008

Ég hef tekið eftir því að rauð epli sem maður kaupir í Krónunni eru einhvern veginn aðeins of djúsí. Svo fannst mér líka skrýtið að inni í þeim séu svona rauðir þræðir ekki ósvipaðir hýðinu. Þetta fannst mér forvitnilegt og ákvað því að senda þeim línu hjá Superfreshgrowers í Bandaríkjunum. Eftirfarandi er erindi mitt og svarbréf þeirra.

Greetings,
I am a consumer in Iceland, and have seen your trademark on some apples that I buy in a local grocery store here. I am wondering if you could send me any further information (if you have it) on your methods of growing the apples. The ones I buy are what you call „Conventional“ in your information sheet about „Red Delicious“ apples, on your website. Since they are not organically grown (which is quite ok with me, I see you also produce organically grown products) I am wondering how they are grown, what chemicals are used and so on… They seem to have more juice in them and red(ish) fibres similar to the skin inside of them. Quite tasty!

Anyway, I would be most grateful if you have any information that you can send me via e-mail, although I am just one apple-eating consumer!

Respectfully,

Hér kemur svo svarbréfið:

Thank you so much for writing to us and letting us know we have delivered a good tasting piece of fruit from our orchards to your table. That is the purpose of our existence.

In regards to our growing methods; as often as possible we use organic growing methods in all of our production. We consider ourselves to be good stewards of the environment we live and work in, but return on investment is important as well. So when it makes sense, we use organic methods in all our orchards because they are more effective for the cost. That being said, we do still use chemicals in our conventional growing. The thing to know is that we apply them as sparingly as possible (they are very expensive) very early in the season before the pests are abundant and never closer than 30 days to harvest. This gives sun and irrigation water the chance to break these chemicals down to harmless compounds and wash them off the fruit. We then wash each apple prior to packaging it, assuring that none of those chemicals stays on the apples.

In regards to our apples being super-juicy and those little red fibers; most of that is due to our careful attention to detail regarding growing and harvesting at the right time. We have also worked very hard on perfecting our storage techniques to extend the life of the apple after harvest. The red fibers are because of the strain of Red Delicious (there are about 15 different strains of Red Delicious). 

One thing to keep in mind; even if the apples were to retain some of the chemicals we use, their health benefits far outweigh the risks posed by any residues. I have 5 healthy children that eat lots of my conventional apples. I wouldn’t feed them these apples if there was any real chance of harming them.

Thank you for eating our apples. Here’s to your good health!

Dönsk, steikt, söltuð svínafita

mars 31, 2008

Þórður Gunnarsson, hagfræðinemi og blaðamaður, sendi mér fyrir skemmstu danska delíkasíu með pósti. Ég náði í hana á pósthúsið áðan og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hér er semsagt um að ræða eitthvað sem líkist í raun vestfirzkum harðfiski við fyrstu sýn, í svipuðum umbúðum o.s.frv. en er þegar nánar er að gáð svínafitustrimlar, saltaðir og steiktir. Þetta er hið mesta lostæti. Líkist því helst að vera kominn með pörusteik á snakkformi. Hámarkið í þróun hugvits mannsins? Mögulega.

Faðmlög í Karphúsi og enn ein færslan um mataræði og heilsu

febrúar 19, 2008

Það var skemmtilegt að vera viðstaddur undirritun kjarasamninga um níuleytið á sunnudagskvöldið. Það var greinilegt að þeir sem þarna voru höfðu unnið mikið undanfarnar vikur, því þeim var svo greinilega létt eftir undirskriftirnar. Karphúsið virðist vera griðland miðaldra karla, enda voru eflaust hundrað karlar um fimmtugt þarna en kannski á annan tug kvenna, ef ég ætti að giska.

Þegar ég kom inn var Sjónvarpið tilbúið með Vilhjálm og Grétar í viðtal, en svo óheppilega vildi til að netþjónn, eða einhver slík græja, hjá sjónvarpinu hrundi. Á meðan tæknimenn sinntu viðgerðum var því ,,Afsakið hlé“ á ríkissjónvarpinu þegar fréttir áttu að vera hafnar. Fólkið í Karpúsinu hópaðist að sjónvarpinu til þess að fylgjast með og sneru baki í þá Grétar og Vilhjálm. Þegar útsending var að hefjast sagði einhver, sem taldi sig ekki heyra nógu vel ,,hækkiði í sjónvarpinu þarna!“ Sennilega eitt skýrasta dæmi um máltækið að leita langt yfir skammt. Hann vildi hækka í sjónvarpinu til að heyra í manninum sem stóð við hliðina á honum. Sjónvarpsmenn tóku þó fyrir hækkunina, enda hefði það skapað óheppileg áhrif.

Við undirskrift ætluðu menn sér að vera voðalega hófstilltir og taka bara þéttingsfast í hönd hvers annars, en framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins fannst meiri fögnuður við hæfi. Hann tók hvern verkalýðsforkólfinn á fætur öðrum og kreisti þá og klappaði þeim fast á bakið og þakkaði innilega fyrir sig. Þá var eins og losnaði um hjá þessum hörkutólum og menn féllust í faðma í hrönnum. Stór maður sást taka annan minni í fang sér og segja ,,komdu hérna, þú skuldar mér koss, helvítis asninn þinn.“ Þeir hafa eflaust rifist um eitthvað í ferlinu öllu saman. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins lagðist upp á borð fyrir myndatöku.

Fólk sem hefur áhuga á að léttast geri eftirfarandi:

Morgunmatur: Hafragrautur með soyamjólk í morgunmat. Enginn sykur út á. 1,5 dl. af haframjöli er nægilegt fyrir einn.

Hádegismatur: Salatbar eða ávextir. Sleppa sósum í salatbarnum. Ef um er að ræða ávexti er viðmiðið t.d. að niðurskornir og afhýddir breiði ávextirnir úr sér yfir stóran matardisk. Þetta getur verið eitt epli, tvær mandarínu, eitt kiwi og ein pera. Til dæmis.

Kaffitími: Ávextir eða hrökkbrauð (Korni, þunnt, úr humlum t.d., eða Finn Crisp) með mygluosti. Te.

Kvöldmatur: Fá sér mjög vel á diskinn, en bara einu sinni. Grunnreglan er: Engar franskar kartöflur (helst bara engar kartöflur yfirleitt), ekkert ruslfæði. Vatn að drekka með.

Sælgætis og sykraðra gosdrykkja skal ekki neyta. Ásamt hóflegri hreyfingu leiðir mataræði sem þetta til megrunar. Þetta er auðvitað bara ein af mörgþúsund aðferðum til að léttast, sem virkar þó, rétt eins og allar hinar. Nú er bara að ákveða hvað kúrinn á að heita?
Einhverjar hugmyndir?

Menn spyrja sig…

janúar 14, 2008

…hvort var betra, lambaframparturinn í sveppasósunni, með ofurgóða salatinu og ástralska rauðvíninu á laugardaginn, eða nautasteikin með piparsósunni, leaning oak víninu sem við Una keyptum í Napa og ofurgóða salatinu í gær.

Þessu er vandsvarað. En þetta bliknar auðvitað allt í samanburði við grænmetisbuffið í vinnunni í dag.

Kvöldið eftir síðasta prófið

desember 21, 2007

Stór kaldur sveittur bjór.

Rauðvínsglas.

Kjötfyllt canneloni með hvítlauksbrauði og grænmeti.

Meira rauðvín.

Fljótandi heit súkkulaðikaka með vanilluís, jarðarberi og rjóma.

Púðursykur og kleina.

Soyamjólk

desember 2, 2007

Hún er alveg hreint ágæt út á hafragraut. En að hella henni í glas og þamba? …það er hrollvekjandi. Bókstaflega.

Mataræði

október 18, 2007

Í blöðunum birtast í sífellu greinar um heilsusamlegt líferni og mataræði. Þar er sífellt endurtekið að mataræði fólks, sérstaklega ungra karlmanna sé afar slæmt og þeir gæti ekki neyslu sinni á ýmiskonar heilsuspillandi efnum. En vandamálið er að þetta gefur manni yfirleitt enga mynd af því hvar maður sjálfur er staddur í þeim efnum. Hversu margir hamborgarar á mánuði eru of margir? Einn, eða fjórir? Eða er alveg í lagi að borða sjö? Ef ég borða að meðaltali tvo ávexti á dag, sem ég tel að eigi við um mig, er það þá of lítið?

Í þessari viku hefur mataræðið verið svona: Maturinn yfir daginn samanstendur af morgunkorni, ristuðu brauði, ávöxtum og jógúrt. Á mánudaginn var svínasnitzel í raspi með grænum baunum, rabbarbarasultu og kartöflumús. Á þriðjudaginn var rjómasósu-tagliatelle með sveppum og rauðlauk. Í gær voru fiskibollur með lauk, kartöflum og tómatsósu.

Hvað segir fólk? Er Freyjugötuparið á réttri leið, eða væri réttar að halda sig við tofu og spínat?

Málshættir

apríl 10, 2007

Tvö páskaegg þetta árið. Eitt af minnstu gerð. Sérlega bragðvont. Málshátturinn var:

Dramb er falli næst

Svo var það konfektpáskaeggið sem Una fékk í vinnunni. Ekki amalegur kaupauki. Ágætt á bragðið. Nóa-konfektið er samt alltaf jafn litlaust. Málshátturinn var:

Orð eru til alls fyrst

Hafðu þig svolítið í frammi svona, láttu í þér heyra. Segðu skoðun þína. En ekki of mikið. Alls ekki of mikið! Haltu þig á mottunni, helst. Nema stundum.

Matur

mars 10, 2007

Ég hef nú áttað mig á því af hverju bloggþurrð mín stafar. Það er tíðindaleysi í lífi mínu. Því ákvað ég að skapa grundvöll fyrir tíðindi með því að bjóða góðu fólki til matar að heimili mínu. Ég reyndi að bjóða og bjóða og bjóða, en sífellt afboðuðu menn sig til veislunnar. Þetta endaði því á fimm manna veislu, Magnús, Auður, Varði og Sandra kíktu á mig og nutu góðs af. Þau eru öll frábær. Kvöldið var mjög skemmtilegt. Þetta var asískt þema, en ég efast um að hægt sé að skilgreina matseldina út frá einhverju einu landi. Eflaust sambræðingur af kínverskum og thailenskum áhrifum aðallega. Þetta voru tveir réttir í aðal og svo eftirréttur. Eftirfarandi var etið, en þess má geta að um var að ræða tilraunaeldamennsku af minni hálfu:

Kjúklinganúðluréttur:

500 gr. af kjúklingafillet, einhverskonar afrískir baunabelgir frá Kenýu, rauð paprika, einn pakki af Thai Choice traditional núðlum.

Leiðbeiningar:

Setjið olíu á pönnu og steikið baunabelgjaígildi og papriku við vægan hita, skerið kjúklingafillet í strimla og setjið á pönnu. Þvoið viðbjóðslegar hendur yðar rækilega. Hitið vatn að suðumarki og setjið allar núðlurnar út í, sjóðið í 5 mínútur. Kryddið kjúkling og grænmeti með pipar, kóríander, kjúklingakryddblöndu og hverju sem ykkur dettur í hug. Hellið vatni af núðlum og setjið kalt vatn yfir þær. Látið liggja í kalda vatninu í nokkrar mínútur. Hellið svo vatninu aftur af núðlunum og skellið þeim á pönnuna með bravúr. Kryddið ennfrekar, chilli skaðar ekki. Bætið við chilli-hvítlauks-engifersósu út á núðlurnar í ríflegu magni. Setjið í skál, hrærið vel saman og berið fram.

Hrísgrjón:

2 bollar af basmati hrísgrjónum, ekkert smjör enda viljum við að hrísgrjónin festist svolítið saman. 2 tsk. salt, 3 bollar vatn. Sjóðið þar til hrísgrjónin eru reddí. Þetta er hæfilegt fyrir 5 manns sirka sem meðlæti.

Sjávarréttaveisla: 

Sjávarréttir að eigin vali, í þetta skiptið var eftirfarandi: Eitt hnakkastykki af ýsu (mediumflaki), risarækjur (eitt vakúmbréf), smáhörpudiskur (eitt vakúmbréf), venjulegar rækjur (að vild), ein dós af smámaísstönglum, bambus, vatnaðar cashewhnetur, blaðlaukur, eitt stórt mangó (einungis aldikjötið, skorið í teninga), 2. egg, asian home gourmet sósa.

Leiðbeiningar:

Byrjið á því að setja blaðlauk og olíu á pönnuna og hita upp, þegar byrjað er að snarka í skella menn hnetum, bambus, maísstönglum og mangó út á. Athugið að gott er að vera búinn að undirbúa mangóið fyrir fram þar sem nokkurn tíma getur tekið að flysja það, ná því af steininum og skera það í teninga. Brjótið eggin í litla skál og hrærið rauðurnar saman við hvíturnar, kryddið með chilli. Þegar vel er farið að krauma í þessu öllu er sjávarfanginu einfaldlega skellt á pönnuna. Fiskurinn er þá skorinn í grófa bita og halarnir eru hafðir á risarækjunum. Eftir mjög skamma stund (ekki ofsteikja fiskinn) er asian home gourmet sósunni (2 dollur) bætt út á. Eggjunum er svo hellt saman við. Þau stikna og þykkja sósuna mjög mikið og gefa skemmtilega áferð, auk þess að auka enn á próteingildi máltíðarinnar. Berið fram snarkandi heitt í fallegri skál.

Bláberjaostakaka:

Innihald: Bláberjaostakaka.  Leiðbeiningar: Keyrið út í Krónuna, kaupið ostaköku á 791 krónu. Hún er dásamleg.

Með aðalréttinum var drukkið Riesling hvítvín en Syrah rauðvín með ostakökunni. Ég veit ekki hvort það var rétt match en það fúnkeraði í það minnsta listavel í kjaftinum á mér.

Eftir mat hófust svo umræður um fermingarbækling Smáralindar, Varði dansaði línudans og Magnús talaði tungum. Mjög gott kvöld. Vinna á morgun.

Jól

desember 27, 2006

Þetta var heldur óhefðbundið í ár. Aðfangadagskvöld hjá bróður mínum, með hreindýrssteik sem var meyrari en allt. Jóladagur heima í Háholtinu með rjúpur á boðstólum. Annar í jólum hjá föðursystur minni – með asísku þema! Satay kjúklingur og karrýlamb. Mjög gott. Við skulum segja að ég sé ekki vannærður.

Jólagjafirnar voru ekki af verri endanum. Ég fékk alvöru göngujakka, þriggja laga, frá 66°Norður, göngustafi (með innbyggðum áttavita takk fyrir), bakpoka með öllum réttu ólunum og hólfunum og bókina Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind.

Ég ætla mér því fljótlega að fara og festa kaup á legghlífum og broddum og þá er ég bara nokkurn veginn græjaður. Ég er nú þegar búinn að sjá nokkra tinda í bókinni sem eflaust skarta sínu fegursta með mig ofan á sér. Þess má geta að Una fékk næstum því allan gallann í jólagjöf – nýja gönguskó, göngubuxur, göngusokka, göngujakka.

Þar að auki fékk ég dúkristu eftir Höskuld Björnsson sem ég er að reyna að ákveða hvar skuli hanga, salt og piparkvarnir (sem koma sér mjög vel), eina bók um fánýtan fróðleik og aðra um margnýtan fróðleik. Lítið fór fyrir skáldsögunum en ég fékk þó Konungsbók eftir Arnald Indriðason. Svo voru það auðvitað sessurnar sem við Una fengum. Við erum nefnilega iðulega að drepast í afturendunum eftir að hafa setið á borðstofustólunum okkar í hálftíma eða lengur. Forláta rauðar sessur með hvítum doppum prýða nú heimilið. Ostaskeri bættist í skúffuna og jóladúkur á stofuborðið (stílað á Unu reyndar en ég nýt góðs af þessu líka).

Á morgun er það svo bara vinnan. Það er nú frekar fúlt. Ég er svona að fatta það núna. En ég treysti því bara að enginn sé að fara að leggja parket fyrir nýja árið.