Archive for febrúar, 2010

Bylgjur netnotkunar

febrúar 18, 2010

Fyrst var það ircið. Svo umræðuvefirnir. Eftir það fóru allir að blogga. Svo fóru allir á myspace.  Síðan Facebook. Eins og sést af þessari upptalningu er hver bylgja margfalt skemmtilegri en forveri hennar.  Facebook virðist ætla að standa af sér allnokkrar smærri öldur, svo sem twitter og buzz.

Ég veit ekki hvernig arftaki Facebook, framtíðarandlag netfíknar heimsbyggðarinnar, verður úr garði gerður. Ég sé fyrir mér einhvers konar tæki sem skráir sjálfkrafa niður allar athafnir fólks, tekur þær upp á myndband, greinir þær og setur svo upplýsingarnar á margmiðlunarformi inn á netið.

Það er pirrandi að í nútímanum þurfi fólk handvirkt að skrá niður allar athafnir sínar, taka myndir eða kvikmyndir af þeim og  setja þær svo á netið. Þetta á að vera sjálfvirkt.