Spekingar spjalla

A says:
ein spurning hérna
A says:
ef þú ert með tvö A4 blöð
B says:
aha
A says:
sem eru eins að öllu leyti nema…
A says:
annað þeirra er 0,5mm á þykkt
A says:
en hitt er 1mm á þykkt
A says:
er þá 1mm þykka blaðið tvisvar sinnum stærra en hitt?
A says:
ætlarðu bara að hunsa mig?
A says:
þetta er spurning um orðalag, ekki eðlisfræði
A says:
eða stærðfræði
B says:
spurningin fjallar sem sagt um merkingu orðtaka á borð við „helmingi stærra,“ „tvöfalt stærra“ o.þ.h.
B says:
ég er bara ekki klár á því
B says:
ég held allavega að það sé rétt að segja að 10 sé helmingi stærra en 6
B says:
en 5
B says:
meina ég nú
A says:
nei ég er ekki að tala um þau tvö hugtök
A says:
ekki bæta neinu við
A says:
taktu bara það sem ég sagði
A says:
og dæmdu um réttmæti þess
B says:
ég er einfaldlega ekki fær um það
A says:
þykka blaðið tekur allavega 2x meira rúmmál en þunna blaðið
B says:
en mér finnst ekki lógískt að segja að 1mm sé tvisvar sinnum þykkara en 0,5mm
B says:
vegna þess að „tvisvar sinnum þykkara“ finnst mér vísa til mismunarins, sem er 0,5mm, og það er aldeilis ekki tvisvar sinnum 0,5mm
A says:
þetta er reyndar bull í þér
A says:
helber vitleysa
A says:
auðvitað er það tvisvar sinnum stærra
A says:
2 sinnum 2 er fjórir
A says:
þar af leiðandi er fjórir 2 sinnum stærra en 2
A says:
það er augljóst
A says:
0,75 er helmingi stærri tala en 0,50 því helmingur af 0,5 eru 0,25 og 0,5+0,25 eru 0,75
B says:
hvað ertu þá að spyrja mig ef þú veist svarið?
A says:
sko, þú ert bara að tala um eina fokking tölu, ég er að tala um freakin’ hlut sem er þrívíður
A says:
hlutirnir tveir eru jafnstórir á tvær víddir
A says:
en misstórir á eina
A says:
gerir þá munurinn á einni vídd það að verkum að hluturinn sé 2x stærri en hinn (þ.e. í málfarslegum skilningi)
B says:
þegar talað er um að X sé stærra en Y þá er miðað við helminginn af X, en ekki helminginn af Y
B says:
svo 0,75 er ekki helmingi stærri en 0,5 heldur er 1 helmingi stærri en 0,5
A says:
það er rangt hjá þér
B says:
nei
A says:
ok, hvað er þá tvisvar sinnum stærra en 0,5?
B says:
það veit andskotinn
A says:
skv. þinni lógík 1,5
A says:
en þú sérð að:
0,5×3=1,5 svo að 1,5 er þrisvar sinnum stærra en 0,5, ekki tvisvar sinnum stærra
A says:
„B says:
þegar talað er um að X sé stærra en Y þá er miðað við helminginn af X, en ekki helminginn af Y“
þetta var einfaldlega röng fullyrðing
B says:
nei
B says:
http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=699
A says:
tökum nokkrar KJARNAsetningar úr þessari vefsíðu:
A says:
„Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30.“
A says:
„Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins.“
B says:
so?
A says:
„Eins virðist ekki verulegur ágreiningur um það að talan 40 sé þriðjungi stærri en 30.“
B says:
ekki í samræmi við þessa gömlu málhefð
A says:
FUCK gamlar málhefðir
B says:
ok ok . goddamn
A says:
aðalástæðan fyrir því að ég vil hafa þetta eins og ég vil hafa þetta er sú að skv. þinni notkun þá hafa orðasamböndin „helmingi stærra“ og „tvisvar sinnum stærra“ sömu merkingu
A says:
bæði þýða 2 sinnum X
A says:
og þá er ekki til neitt tungutamt orðalag fyrir 1,5 sinnum  X
A says:
skilurðu mig?
B says:

A says:
ætlarðu nú að játa þig sigraðan og snúast á sveif með mér?
B says:
jájájájájá
B says:
og þín afstaða var aftur hver?
A says:
ég man það ekki

7 svör to “Spekingar spjalla”

 1. Haukur Heiðar Says:

  Ok, þú ert klárlega A, en hver er B?

 2. Hafsteinn Þór Hauksson+ Says:

  Ég óttast að Önni sé líka B og þetta samtal hafi raunverulega átt sér stað í mæltu máli.

 3. Ásdís Eir Says:

  Ég ætlaði einmitt að kommenta og segja að þú værir klárlega A.

 4. Önundr Says:

  Verið viss um að missa ekki af því sem Hafsteinn Þór Hauksson segir. Ef þið missið af því þurfið þið þó ekki að örvænta. Þið getið alltaf náð því með því að hlusta eftir orðum Hafsteins Þórs Haukssonar+ sem segir allt sem Hafsteinn Þór Hauksson sagði, bara klukkustund síðar.

 5. Ástrós Says:

  Hahaha… ég reyni alltaf að ná Hafsteini+.. En er Alex A og Önni B?

 6. Guðrún Inga Says:

  Hausinn minn nær ekki utanum svona vitleysu.

 7. Önundr Says:

  En samt ertu með alveg fáránlega stóran haus!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: