Er mér spurn?

Hvaða viðhorf ætli háhyrningar hafi til hvalveiða? Líklega jákvætt viðhorf, þar sem þeir leggja sjálfir stund á þær. En þar sem háhyrningar eru sjálfir hvalir, hvaða viðhorf ætli hvalaverndunarsinnar hafi þá til háhyrninga? Og þá gæti maður áfram spurt sig, hvað ef háhyrningarnir eru að veiða dýr af tegundum í útrýmingarhættu? Er þá rétt að hindra slík hvaladráp með þvingandi aðgerðum gegn háhyrningum, til dæmis lífláti?

Hvernig er annars háhyrningakjöt? Er það einhver óætur andskoti? Er ekki í háhyrningum og siðlausu framferði þeirra gegn tignarlegustu verum jarðarinnar, hvölum, fundinn snertiflötur hvalveiðimanna og hvalaverndunarsinna?

Nei, samt, í alvörunni. Mér er ekki spurn.

3 svör to “Er mér spurn?”

 1. Bragi Páll Says:

  Klassískar federalískar vangaveltur…

 2. valinkunnurandansmadur Says:

  Þér fannst færslan semsagt nógu áhugaverð til þess að vilja lesa athugasemdirnar. Ert þú iðjuleysingi?

  Mér þykir hákarl bragðgóður. Hins vegar er hvalrengi óásættanlegt. En eftir því sem ég kemst næst þykir hákörlum, hvalrengi engu að síður lostæti. Af því má leiða að þegar ég snæði hákarl, er ég ósammála matnum sem ég er að borða. Við höfum andstæðar skoðanir, ég og maturinn sem ég er að borða.

  Hugleiddu það.

 3. Þorgeir Says:

  Djúpkjarnorkusprengjur eru svarið við þessum vangaveltum þínum Önni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: