Archive for júní, 2008

Er mér spurn?

júní 13, 2008

Hvaða viðhorf ætli háhyrningar hafi til hvalveiða? Líklega jákvætt viðhorf, þar sem þeir leggja sjálfir stund á þær. En þar sem háhyrningar eru sjálfir hvalir, hvaða viðhorf ætli hvalaverndunarsinnar hafi þá til háhyrninga? Og þá gæti maður áfram spurt sig, hvað ef háhyrningarnir eru að veiða dýr af tegundum í útrýmingarhættu? Er þá rétt að hindra slík hvaladráp með þvingandi aðgerðum gegn háhyrningum, til dæmis lífláti?

Hvernig er annars háhyrningakjöt? Er það einhver óætur andskoti? Er ekki í háhyrningum og siðlausu framferði þeirra gegn tignarlegustu verum jarðarinnar, hvölum, fundinn snertiflötur hvalveiðimanna og hvalaverndunarsinna?

Nei, samt, í alvörunni. Mér er ekki spurn.

Vistakstur eða sparakstur?

júní 10, 2008

Ég er byrjaður að ástunda hann. Það fer auðvitað eftir hvötum og viðhorfum bíleigandans hvort nafnið hæfir betur. Sjálfur lít ég mun frekar á þetta sem sparakstur en vistakstur, enda er mér mjög umhugað um budduna mína en skítsama um umhverfið.