Óvísindaleg könnun

Eftir umræður mínar við Þórð Gunnarsson, hagfræðinema og blaðamann, sem dulbýr sig nú, meðal Bauna, í baráttunni, gegn erlendum vogunarsjóðum, um afreksíþróttir, hef ég ákveðið, að framkvæma hér óformlega könnun, á hlutfallslegum svalleika tveggja fyrirbæra. Fyrirbærin, eða athafnirnar, sem hér um ræðir, eru ólík. Annað þeirra, er Iron Man þríþrautin, svokallaða. Hún felst í 3,86 km sundi, í sjó eða stöðuvatni, 180 km hjólreiðum og maraþoni, öllu, á að minnsta kosti 17 klst. Hitt, er að klífa Everestfjall, í Nepal. Fjallið, er um 8848 metra hátt.

Því spyr ég lesendur: Hvort afrekið, veitir meiri montréttindi? M.ö.o., ef Everestfari og Járnmaður, mætast í sama herbergi, hver er þá kóngurinn?

(Kommusetning í þessari bloggfærslu var í boði dómsmálaráðherra.)

16 svör to “Óvísindaleg könnun”

 1. Haukur Heiðar Says:

  Ég segi Iron Man, klárlega.
  Ekki það að það að stökkva uppá Everest sé eitthvað auðvelt, en hitt er bara svo svakalegt…

  Er þessi bloggfærsla samt ekki bara dulin auglýsing frá Sambíóunum?

 2. Doddi Says:

  IronMan er með þetta. Miklu intensívara. Já takk.

 3. Ómar Sigurvin Says:

  Iron man vinnur. Og Elvis Presley!

 4. Alex Says:

  Þessi færsla er svo fyndin að mér er illt. Mér er ítrekað illt út um allt.

 5. Hafsteinn Þór Hauksson Says:

  Everestgangan er þúsund sinnum svalari. Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara að viðkomandi hafi ekki keypt sér þrjá fjallagarpa til að bera sig upp á tindinn og niður aftur (eins og sumir einstaklingar hafa í raun gert. En meira segja þeir hafa unnið nokkuð afrek).

  Raunar finnst mér hvaða fjallganga sem er miklu svalari heldur en þessi járnkarlakeppni. Skiptir þá engu hvort gengið er á Everest eða Akrafjall. Í slíkri göngu felst ekki bara líkamleg áskorun heldur býður hún upp á einstaka andlega upplifun þar sem einstaklingur kemst í samband við sjálfan sig og náttúru.

  Járnkarlakeppnin er einfaldlega ófrumleg tilraun til þess að reyna sem mest á líkamann með því að vaða úr einni íþrótt í aðra þangað til maður ælir blóði.

 6. Doddi Says:

  Það er kannski rétt að minna Hafstein Þór á að spurt er um afrek auk ávinnings montréttinda.

  Ég ætla ekki að mæta á kaffistofuna og monta mig að því í hversu góða snertingu ég komst í við sjálfan mig þegar ég gekk á Akrafjall um helgina.

  Annars alveg ágætur punktur.

 7. Hafsteinn Þór Hauksson Says:

  Reyndar sagði Önni í upphafi færslunnar að þetta snerist um svalleika. Könnunin var því kannski svolítið óljós. Hitt er annað mál, Doddi, að ég er einmitt þeirrar skoðunar að þú eigir frekar að státa þig af því að komast í snertingu við sjálfan þig, heldur en því að vera járnkarl. Prófaðu það í alvöru. Þú átt eftir að vaða í kvenfólki.

 8. Önundr Says:

  Vandamálið er að Þórður veður nú þegar í kvenfólki.

 9. Þorgeir Says:

  Ég er sammála Hafsteini. Járnkarlakeppnin felur ekki í sér meira afrek en að stunda aðrar íþróttir. Ef tekið væri dæmi af einhverri annarri líkamlega sérhæfðari íþrótt og hún borin saman við þetta brotajárnsdæmi hvernig ætla menn þá að fullyrða að annað dæmið teljist meira afrek en hitt? Hvernig ætla menn að mæla hvort undirbúningurinn að hvoru fyrir sig sé merkilegri eða erfiðari (þ.e. ef hvor aðili gefur allt sitt)? Taka verður með í reikninginn æfingar og undirbúning fyrir keppnina sjálfa.

  Vöðslusemi Þórðar í kvenpeningi verður fyrst vandamál að mínu mati þegar hann fer að skilja eftir sig óskilabörn hist og her á framfæri ríkisins (og þar með mínu framfæri). Er þetta vandamál Þórður?

 10. Una Sighvatsdottir Says:

  Eg segi Everest. Hitt er samt alveg toff lika.

 11. Doddi Says:

  Vöðslusemin hefur aðeins haft jákvæðar afleiðingar hingað til.

 12. Andri Elfarsson Says:

  Ég segi Everest með sama fyrirvara og Hafsteinn Þór hefur. Þegar menn ganga þangað upp má sjá 1 stk lík hangandi í kaðli og annað stk lík frosið við jörðina – því miður hef ég orðið fyrir því áfalli að sjá myndir af þessu.
  Þetta undirstrikar þó þann kjark sem þarf til að fara upp.

 13. besserwisser Says:

  Væri hægt að sameina þetta tvennt værum við komin með últimeit montréttindi tel ég. Í raun er áhugaverða spurningin hér því þessi: Hvernig setjum við upp íþróttakeppni þar sem er syndt, hjólað og hlaupið upp á tind Everest á sem stystum tíma? Synda til Indlands, hjóla til Nepal og hlaupa rest? Jafnvel Þórður þyrfti að kaupa sér stærri kvenvöðlur..

 14. Örlygur Steinn Says:

  Mikið andskoti er þetta skemmtilega síða. Verð að skrá ummæli. Árangur í háfjallaferðum gengur mikið út á það hversu vel fólki tekst að nærast og sofa. Ef þetta misheppnast af einhverjum orsökum, þá er spilið búið. Jafnvel þótt næringin takist vel, horast fólk. Síðan er það helvítis veðrið og þunna loftið, sullandi ræpan, höfuðverkur og tjaldvosbúð eftir atvikum. Það eru því ýmsir ytri þættir sem fólk þarf að kljást við – auk sjálfs puðsins á tindinn. Fjallið mun vera 8850 m. Chomolungma á móðurmálinu, en lokalfólkið kallar það bara Everest.

 15. Haraldur H Says:

  Þegar stórt er spurt …sem mér finnst reyndar ekki í þessu tilfelli ….Labba sjálfur á fjöll en finnst það heimska að reyna sig við Everest …..eiginlega geðbilun …járnkallaþrautin er svo sem lítið skárri en ég myndi segja að í allri geðveikinni þá er það frekar fjallgangan sem myndi veita montréttindi …það er að segja ef maður lifir fjallið af !!
  En þetta er mín skoðun og öðrum frjálst að hafa aðra ..mín er bara sú eina rétta ;)

 16. Konráð Jónsson Says:

  Everest

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: