Viðburðaríkur dagur eða ég flýg, ég flýg

Farið var í skírnarveislu hjá Árna Helgasyni og Sigríði Dögg Guðmundsdóttur. Nafn dóttur þeirra, sem var skv. afar traustum heimildum skírð í gær, var tilkynnt. Auður Freyja. Sterkt nafn. Gott nafn. Fallegt nafn. Matur var þar afar góður en síðuritari stóðst þó marsipankökuna, enda í átaki.

Hér víkur sögunni að atburði dagsins markverðum hinum síðari og tengist hann fyrrnefndu átaki. Í kvöldmat var snædd einhvers konar ofursamsetning næringar fyrir hlaupara, miðað við árangurinn í hlaupi því er farið var er sól gekk til viðar. Sjaldan eða aldrei hefur síðuritari gefið jafnsannfærandi til kynna, með hlaupum, að andskotinn sé á hælunum á honum. Hin eftirsóknarverða samsetning var 1944 réttur að austrænni forskrift, tvö linsoðin egg og einn banani. Dýnamít.

Nú! Hlaupið gekk nánar til tekið afar vel framan af og lauk svo skyndilega með falli. Hlaupið hafði verið vestur í bæ og með Ægisíðu til baka, yfir Öskjuhlíðina og með Kringlumýrarbraut í norðurátt. Síðuritari hljóp ekki á gangstéttinni heldur grasinu, af heilsuverndarástæðum. Það voru mistök. Einhverra hluta vegna var járnhringur úr 3mm þykkum vír hálfniðurgrafinn í grasinu. Síðuritari hljóp á um 12 km/klst með lappirnar beint í vírinn og flaug eftir það láréttur um skamma hríð. Fyrst hefði mátt halda að hann væri að taka á loft eins og Ofurmennið. Það hefði líka verið rökrétt framhald af fyrri hluta hlaupsins. Svo var þó ekki. Lendingunni er erfitt að lýsa en við skulum bara vona að margumrædd lending íslenska hagkerfisins í yfirstandandi samdrætti verði mýkri. Þetta var engin snertilending að hætti Geirs H. Haarde. Síðuritari lenti á bringunni og skoppaði af grasinu á steypta stéttina, rann eftir henni og staðnæmdist. Að svo búnu öskraði hann, fyrst og fremst af undrun en um leið af sársauka. Þetta gerðist til móts við Listabraut, mitt á milli heimilis Konráðs Jónssonar og Háskólans í Reykjavík.

Afraksturinn er helaum öxl, hruflaður handleggur, stífur háls og aumur nári. Haldið var beint í læknakandídatsskoðun á Bergþórugötunni, þar sem sjúkdómsgreiningin var „væg krambúlering“ og „hallærislegur klæðnaður“.

23 svör to “Viðburðaríkur dagur eða ég flýg, ég flýg”

 1. Rófustappan Says:

  Ohhh, hef lent í svona.
  Var 10 ára að hlaupa út í sjoppu, hafði verið að horfa á Ólympíuleikana og hvurnig fínu hlaupararnir lyftu varla upp fótunum og hlupu svo hratt og glæsilega.
  Ég endaði á nefinu út af misfellu í hellulagðri stéttinni.

 2. Doddi Says:

  Stórbrotin frásögn. Ég vona að þetta fall þitt verði ekki fyrirboði um framvinduna í íslensku efnahagslífi.

 3. Þorgeir Says:

  Ég hélt nú að ef þú værir á sæmilegum loftpúðum mætti hlaupa á gangstéttinni. Hvaða tiktúrur eru þetta í þér maður?

 4. Konráð Says:

  Djöfull kemur pabbi hans Trausta sterkur inn hér

 5. Konráð Says:

  Heyrðu sjitt! Það er minnst á mig í þessari færslu. Best að lesa hana.

 6. Konráð Says:

  Góð frásögn.

 7. Önundr Says:

  Ohhhh, Konráð. „Þrjú komment reynast í raun eitt komment“- antíklímax.

 8. Hafsteinn Þór Hauksson Says:

  Er ekki það næsta í stöðunni að finna út hver það var sem strengdi vírinn? Fara svo við þriðja mann og henda viðkomandi upp í loftið, láta hann lenda á bringunni og skoppa af grasi á steypta stétt, renna svo eftir henni og staðnæmast. Að svo búnu láta viðkomandi öskrað, fyrst og fremst af undrun en um leið af sársauka. Ha, er það ekki málið?

 9. Önundr Says:

  Hafsteinn: Jú.

  Þorgeir, svona menn sem hlaupa yfirleitt ekki lengra en úr bílnum og inn í hús þegar veður er slæmt ættu nú ekki að vera með neinar fordæmingar hér. Maður getur orðið stífur í hnjánum af því að hlaupa lengi á steinsteypu og malbiki. Það er óþægilegt og því skyldi engan undra að meðfram gangstéttum á vinsælustu hlaupaleiðunum er yfirleitt lítill troðningur eftir hlaupara, t.d. á Ægisíðu.

 10. Þorgeir Says:

  sooo…..

 11. Önundr Says:

  so you don’t know shit

 12. Sighvatur Lárusson Says:

  Jæja Önundur, láttu nú ekki þessi innipúka slá þig út af laginu.

  Man þegar ég æfði fyrir maraþonið hér um árið – er reyndar enn að æfa fyrir maraþonið hér um árið – veit reyndar ekki hvenær maraþonið hér um árið verður hlaupið en samt ! nema hvað þá lenti ég stundum í svona : – )

  Þetta var flott sviðsettning og myndræn með eindæmum – sé þig fyrir mér ! í loftinu rétt áður en þú skellur á ………… sjúkk þetta er hörð lending.

  Vonandi batnar þér fljótt.

 13. Kári Sighvatsson Says:

  helvíti hart!

 14. Ómar Sigurvin Says:

  Þetta hefurðu upp úr því að vera alltaf í e-u helvítis átaki! Hættu þessu og fáðu þér bara marsipankökuna!!! ;)

 15. Una Sighvatsdottir Says:

  Vona ad krambuleringin jafni sig fljott elskan min.

 16. Þorgeir Says:

  Önni minn, ég trúi ekki að þú hafir misskilið síðastu athugasemd mína eins herfilega og virðist vera. Þegar ég sagði „sooo…“ þá var það meint með íslenskum framburði, þ.e. þetta var „soið“ sem pabbi notar alltaf, sama soið og langafi notaði. Þetta „sooo…“ er fjölskyldusoið okkar og það særir mig djúpt að þú skulir ekki hafa skilið það á ögurstundu, heldur skilið það sem ný-engilsaxneskt „so“ („só“). (Vankunnugugum til upplýsingar þýðir fjölskyldusoið okkar „Nú jæja það er þá þannig (með írónísku ívafi) en á ekkert skylt við enska sóið sem þýðir „…og hvað með það?“ eða eitthvað í þá veru).

 17. valinkunnurandansmadur Says:

  Þetta er eins og ef einhver handboltamaður færi að segja þér hvernig á að framkvæma snörun og jafnhendingu. Þú ert eins og traktor á formúlubraut hér.

 18. Doddi Says:

  Ég hef fyrir því traustar heimildir að Þorgeir sé feitabolla.

  Er hann hæfur til að taka þátt í þessum umræðum í ljósi holdarfars síns?

 19. Þorgeir Says:

  Ég hef, ólíkt flestum á þessum umræðuvef, gengist undir hlaupapróf til þess að fá vinnu og náð því. Ég er því gríðarhæfur til þess að ákvarða hver hefur rétt fyrir sér hér og hver ekki.

  Doddi: Ég er sagnfræðimenntaður og mælist því til að ég fái að meta áreiðanleika þeirrar heimildar sem þú vísar til. Af augljósum ástæðum hlýt ég að teljast hæfari en þú til þess. Jafnframt gæti ég gefið sjálfstætt mat og álit á þessu tiltekna atriði sem þú nefnir (nei, ég er aldrei hlutdrægur þegar kemur að svona hlutum).

 20. Þorgeir Says:

  …og Önni; þú átt en eftir að svara athugasemd minni varðandi „soið“. Heiður þinn veltur á því svari, sem kannski jafnframt ástæða þess að þú hefur ekki svarað…

 21. Önundr Says:

  sooooooo…

 22. Þorgeir Says:

  SSSOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO……………….

 23. Tóta Says:

  íhíhíhíhí, alltaf gaman að sjá vona stóra bræður í kellíngaslag;-)
  Það er nú gott Önni minn að eiga svona góða konu sem sendir sér hlýja kveðju alla leið frá Asíu:)

  Annars líst mér vel á þetta átak þitt Önni, er einhvert sérstakt takmark sem þú stefnir að, maraþonhlaupið í ágúst?? Þú ert líka annars velkominn í sveitasæluna að hlaupa á túnunum, þú færð bæði gras, hæðir og hóla til að hlaupa á en enga andslfkj ljfdans víra uppistandandi. EN ef þú finnur slíka þá er það í lagi, því það auðveldar hreinsun fyrir okkur;-)

  keðjur úr Dalnum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: