Sundmenning Íslendinga – frh.

Ég vil hér bæta aðeins við fyrri umfjöllun mína um lágt menningarstig í sundlaugum borgarinnar. Um daginn gerði ég grein fyrir skilningsleysi almúgans á umferðarreglum í sundi. Ég lýsti því m.a. hvernig fólk heldur að hver braut sé fyrir einn einstakling. Það syndir fram og aftur en ekki sporöskjulagaða hringferð.

Ég hef nú orðið var við enn eina aðferð fólks til þess að gera þetta með ófullnægjandi hætti. Í Sundhöllinni eru að mig minnir fimm brautir. Hver braut er mörkuð af stökkbretti við djúpa endann og dökkblárri línu á botninum eftir lauginni endilangri. Hins vegar eru þær ekki allar afmarkaðar af fljótandi þrílitri línu. Yfirleitt eru aðeins tvær brautir afmarkaðar með þeim hætti en ríflega helmingur laugarinnar hefur engar slíkar línur. Þar, við grunna endann, er skiltið sem ég minntist á. Skiltið sem sýnir rétta aðferð. „Syndið í hring“ stendur þar, með tilheyrandi skýringarmynd.

Einhver hefði kannski talið það nóg að afmarka hverja braut með stökkbretti og dökkblárri línu. Svo er ekki. Það sem fólk gerir eftir að hafa starað á þetta skilti, skilningsleysið uppmálað, er að það syndir stóran hring. Fer semsagt yfir laugina meðfram þrílitu fljótandi línunni, kemur að bakkanum og beygir þá. Syndir meðfram bakkanum (skammhlið laugarinnar) út í horn. Beygir þar aftur og syndir svo til baka yfir laugina, út í horn, þar sem það beygir og syndir með skammhliðinni yfir brautirnar þrjár. Það syndir í stóran stóran hring.

Guð. Minn. Almáttugur.

Það er semsagt skilningur viðkomandi sundlaugargesta að allir sem koma í laugina eigi að synda í stóran hring meðfram bökkum hennar.

Mig langar stundum til að öskra.

6 svör to “Sundmenning Íslendinga – frh.”

 1. Doddi Says:

  Hefur laugin aðeins eina skammhlið?

 2. valinkunnurandansmadur Says:

  Til lesenda: Skv. msn-samtali okkar Þórðar eftir birtingu athugasemdar hans dæmist hún dauð og ómerk.

 3. Ómar Sigurvin Says:

  Af hverju öskrarðu ekki. Það virkar fyrir trukkabílstjóra og reiða unglinga

 4. Ómar Sigurvin Says:

  Afsakið innilega punktavillurnar í fyrri athugasemd.
  Svona er hún rétt:
  Af hverju öskrarðu ekki? Það virkar fyrir trukkabílstjóra og reiða unglinga.

 5. Ólafur Þ Says:

  Áhugavert í meira lagi.

 6. Hrefna Says:

  Hahahahaaa!
  Kannski afgreiðslustúlkan í Hagkaup hafi eitthvað til síns máls…ég var sem sagt að versla í Hagkaup í Kringlunni og þar var afgreiðsludaman í bol sem stóð á ,,fólk er fífl“. Svo reyndist hún bara vera fífl.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: