Archive for mars, 2008

Eplaétandi neytandi frá Íslandi

mars 31, 2008

Ég hef tekið eftir því að rauð epli sem maður kaupir í Krónunni eru einhvern veginn aðeins of djúsí. Svo fannst mér líka skrýtið að inni í þeim séu svona rauðir þræðir ekki ósvipaðir hýðinu. Þetta fannst mér forvitnilegt og ákvað því að senda þeim línu hjá Superfreshgrowers í Bandaríkjunum. Eftirfarandi er erindi mitt og svarbréf þeirra.

Greetings,
I am a consumer in Iceland, and have seen your trademark on some apples that I buy in a local grocery store here. I am wondering if you could send me any further information (if you have it) on your methods of growing the apples. The ones I buy are what you call „Conventional“ in your information sheet about „Red Delicious“ apples, on your website. Since they are not organically grown (which is quite ok with me, I see you also produce organically grown products) I am wondering how they are grown, what chemicals are used and so on… They seem to have more juice in them and red(ish) fibres similar to the skin inside of them. Quite tasty!

Anyway, I would be most grateful if you have any information that you can send me via e-mail, although I am just one apple-eating consumer!

Respectfully,

Hér kemur svo svarbréfið:

Thank you so much for writing to us and letting us know we have delivered a good tasting piece of fruit from our orchards to your table. That is the purpose of our existence.

In regards to our growing methods; as often as possible we use organic growing methods in all of our production. We consider ourselves to be good stewards of the environment we live and work in, but return on investment is important as well. So when it makes sense, we use organic methods in all our orchards because they are more effective for the cost. That being said, we do still use chemicals in our conventional growing. The thing to know is that we apply them as sparingly as possible (they are very expensive) very early in the season before the pests are abundant and never closer than 30 days to harvest. This gives sun and irrigation water the chance to break these chemicals down to harmless compounds and wash them off the fruit. We then wash each apple prior to packaging it, assuring that none of those chemicals stays on the apples.

In regards to our apples being super-juicy and those little red fibers; most of that is due to our careful attention to detail regarding growing and harvesting at the right time. We have also worked very hard on perfecting our storage techniques to extend the life of the apple after harvest. The red fibers are because of the strain of Red Delicious (there are about 15 different strains of Red Delicious). 

One thing to keep in mind; even if the apples were to retain some of the chemicals we use, their health benefits far outweigh the risks posed by any residues. I have 5 healthy children that eat lots of my conventional apples. I wouldn’t feed them these apples if there was any real chance of harming them.

Thank you for eating our apples. Here’s to your good health!

Dönsk, steikt, söltuð svínafita

mars 31, 2008

Þórður Gunnarsson, hagfræðinemi og blaðamaður, sendi mér fyrir skemmstu danska delíkasíu með pósti. Ég náði í hana á pósthúsið áðan og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hér er semsagt um að ræða eitthvað sem líkist í raun vestfirzkum harðfiski við fyrstu sýn, í svipuðum umbúðum o.s.frv. en er þegar nánar er að gáð svínafitustrimlar, saltaðir og steiktir. Þetta er hið mesta lostæti. Líkist því helst að vera kominn með pörusteik á snakkformi. Hámarkið í þróun hugvits mannsins? Mögulega.

Fólksfjölgunarvandinn

mars 26, 2008

…hann er ekki í tízku í dag. Hvenær var síðast rætt um fólksfjölgunarvandann?

Skuggalegt…

mars 24, 2008

…hversu góður ég er í keilu miðað við að fara að jafnaði einu sinni á tveggja ára fresti.

Vífilsfell

mars 18, 2008

Ég gerðist sekur um að vanmeta gróflega gæði útsýnis af tindi Vífilsfells. Það er 655 m hátt og var gönguhækkunin eitthvað um 450 metrar. Skyggni var frábært á laugardaginn. Þótt gangan væri ekki löng tók hún ágætlega á. Fyrst var farið upp langa samfellda og frekar bratta brekku, þar til komið var upp á sléttu, hún var svo gengin, eiginlega alveg lárétt, þangað til komið var að annarri brattri langri brekku. Svo var örlítið príl efst við toppinn, en ekkert mikið. Ætli við höfum ekki verið 3,5 klst frá bílnum og í hann aftur, með góðu stoppi efst, matartíma o.s.frv.

Lúxuslið 19. aldar

mars 11, 2008

Ég er orðinn langþreyttur á því tali að lífsgæði hafi hér verið mun verri á 19. öld en 20. öld. Skv. mínum heimildum er þetta alrangt. Ég vek t.d. athygli á því að á 19. öld neytti fólk einungis lífrænt ræktaðrar matvöru. Fátækt?

Lúxuslið!

Jóga

mars 11, 2008

Nú hef ég ekki stundað jóga, en ég er haldinn fordómum gagnvart því. Fordómarnir stafa af fasi fólks sem er mjög innviklað í þessa iðkun. Mér finnst það fá á sig eitthvert tilgerðarlegt (en þó reyndar afar vinalegt) yfirbragð, sem ég er ekki alveg að kaupa.

Búrfell í Grímsnesi

mars 10, 2008

Við MDN gengum á þetta fjall á laugardaginn. Ótrúlega gott veður, ótrúlegt útsýni. Það er svosem ekki mikið meira um þetta að segja, nema hvað þetta fjall verður að teljast mjög útsýni/erfiði hagkvæmt til uppgöngu. Þetta er stapi, en ofan á honum er lítið vatn, eins og ofan í hálfgerðum gíg. Samtals var þetta um þriggja tíma ganga, upp, hringinn í kringum vatnið og niður aftur. Snjór var töluvert mikill og þurfti sums staðar að klofa hann upp fyrir hné, enda völdum við okkur vel bratta hlíð til að fara upp, en ekki hina aflíðandi suðurhlíð.

Svo var það heldur ekki leiðinlegt að renna sér á rassinum niður hlíðarnar á bakaleiðinni. Útsýnið var frábært. Þarna sameinar maður útsýni yfir Þingvallavatn, eiginlega allt Sogið, Ingólfsfjall, Hengilinn og hið krumpaða umhverfi hans, Botnssúlur, Skjaldbreiði, Lyndgalsheiði, Laugarvatn og restina af hinum sunnlenska fjallahring: Hekla, Tindfjöll, Þríhyrningur og Eyjafjallajökull. Allt var hulið snjó. Það glitraði allt. Hafið, árnar og jörðin.

Við tókum nokkrar myndir, með síma MDN, en enn á eftir að ná þeim út vegna tæknilegra örðugleika. Von er á birtingu þeirra hér.

Þrífarar vikunnar

mars 3, 2008
Natalie Wood
Natalie Wood

Birgitta Haukdal

Birgitta Haukdal

Eva LaRue

Eva LaRue