Þunglamalegt taktleysi

Sundmaður: Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagnrýnandi
Staður: Sundhöllin
Frumsýning
Einkunn: Hálf stjarna
Sýningin í hnotskurn: Handónýtt drasl

————————–

Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar Jón Viðar bjó sig til að synda nokkur hundruð metra í Sundhöllinni nýlega. Fjölmargir gestir voru í Sundhöllinni þennan dag og biðu margir óþreyjufullir eftir sundtökum Jóns.

Skemmst er frá því að segja að áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum. Taktleysið var algjört. Jón synti einhvers konar hálfgildingsskriðsund, enda notaði hann illa útfærðar skriðsundshreyfingar til að knýja sig áfram en náði þó ekki hraða bringusundsins. Þar að auki var skeytingarleysi hans gagnvart ofureinföldum umferðarreglum sundlauga algjört. Við grynnri enda laugarinnar er skýringarmynd sem gefur til kynna að hægri umferð sé á brautunum, menn skuli synda hring, en ekki fram og til baka sömu línu. Þetta er eðlilegt því annars væri laug sem er u.þ.b. 300 fermetrar að flatarmáli einungis gerð fyrir um sex manns.

Engin leið var að synda í lauginni fyrir þessum sundmanni. Ég hafði borgað mig inn fyrir heilar 250 krónur, m.v. eina komu á 10 komu korti sem kostar 2.500 krónur. Sýningin var ekki þess virði. Sundhöllin verður að bjóða upp á betri sýningar, vilji hún kalla sig háborg sundmenningar á Íslandi.

3 svör to “Þunglamalegt taktleysi”

 1. Sverrir Says:

  Önni, ég hló nokkrum sinnum upphátt að þessari færslu. Þú ert virkilega fyndinn. Kveðja frá UMASS í Worcester, MA, USA.

 2. Doddi Says:

  Stórgóð færsla.

 3. Tóta Says:

  HEHEHEHEHEHEHE! :):)
  Bara fyndið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: