Archive for janúar, 2008

Bóndadagur

janúar 26, 2008

Konan mín fór til vinkonu sinnar að horfa á vídjó í kvöld.

Að henni heimkominni ligg ég í rúminu og les eigið blogg. Hún þykist vera að lesa alvarlega bók um Víetnamstríðið.

,,Ég er svoddan háðfugl,“ segi ég.

,,Hmmm? Jájá, þú ert páfugl…“ segir hún.

Baráttan um völdin

janúar 22, 2008

Nú þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur F. Magnússon eru báðir við völd, og Ólafur Börkur Þorvaldsson stefnir ótrauður á forseta hæstaréttar á næstu árum, er aðeins einn veikur hlekkur í samsæri Ólafa um valdatöku á landinu. Það er enginn Ólafur inni á þingi, nema Ágúst Ólafur. Ólafur G. Einarsson, Ólafur Örn Haraldsson og fleiri dyggir liðsmenn Ólafanna gerðu heiðarlegar tilraunir en náðu sínu ekki fram. Guðjón Ólafur Jónsson hefur algerlega spilað sig út í horn, og Ólafur Jóhannesson toppaði náttúrulega á kolvitlausum tímapunkti. Mögulega gætu Ármann Kr. Ólafsson og Kjartan Ólafsson verið með óhreint mjöl í pokahorninu, en um það skal ekkert sagt.

Ég veit bara að í hvert skipti sem ég heyri nafnið Ólafur fer ákveðin viðvörunarbjalla í gang í höfðinu á mér. Sem er auðvitað bara eðlilegt.

Menn spyrja sig…

janúar 14, 2008

…hvort var betra, lambaframparturinn í sveppasósunni, með ofurgóða salatinu og ástralska rauðvíninu á laugardaginn, eða nautasteikin með piparsósunni, leaning oak víninu sem við Una keyptum í Napa og ofurgóða salatinu í gær.

Þessu er vandsvarað. En þetta bliknar auðvitað allt í samanburði við grænmetisbuffið í vinnunni í dag.

Enn styttri útgáfa

janúar 11, 2008

…Schumacher…gerði…skóna…

Stytt útgáfa af síðustu færslu – kjarninn

janúar 9, 2008

…þegar Michael Schumacher gerði því skóna að…

Djók

janúar 9, 2008

Munið þið hvar þið voruð stödd þegar Michael Schumacher gerði því skóna að hann myndi hætta keppni í formúlu 1?

Öggi

janúar 9, 2008

Maður sendir email. Pósturinn virkar þannig að viðtakandinn sér nafn manns í skilaboðalistanum hjá sér, eða netfangið sem sent er úr. Netfangið er samhljóða nafni manns. Maður ávarpar viðtakandann. Maður kemur erindinu á framfæri.  Maður skrifar undir:

Kveðja,
Önundur.

Viðtakandi svarar. Viðtakandi ávarpar mann:

Sæll,
Ögmundur.

Manni fallast hendur.

Nýtt ár

janúar 7, 2008

Þetta nýja ár byrjar vel og leggst vel í mig.

Bloggblogg. Blogg. Bloggedí. Bloggblogg. Bloggedíbloggbloggblogg.

Dagur

janúar 3, 2008

Dagurinn byrjaði gríðarlega vel…spændist upp í dálítið stress…og endar svo í andlegum dauða. Svo til. Kannski sundsprettur bjargi því.