Samtíningur

Skemmtileg grein í Lesbókinni í dag eftir Ólaf Teit Guðnason. Mæli með henni. Þar var einnig grein eftir Magnús Sigurðsson, bekkjarbróður Unu. Sú grein var líka skemmtileg. Lesbókin lifi.

Slagorð N1 í auglýsingum þeirra hljóðar svona: „Krafturinn í keppnina, færir þér heppnina.“ Ég hata þetta slagorð. Hvað þýðir þetta? Á þetta að fá mig til að kaupa eitthvað?

Auglýsingaherferð Fréttablaðsins er mjög hallærisleg fyrir þær sakir að hún byggist aðallega á því að Fréttablaðið sé eina blaðið sem kemur út alla daga vikunnar.  Það er svo sem ekki hægt að rengja það, enda sunnudagsblað Moggans dálítið eins og laugardagsblað númer tvö, en þetta er aðeins of mikill tittlingaskítur til að vera aðalatriði í heilli auglýsingaherferð. Það er þá nokkurra klukkustunda gluggi á viku sem Mogginn kóverar ekki samdægurs, en er þess í stað með efnismeira sunnudagsblað.

Badminton er skemmtileg íþrótt. Ekki get ég talist mikill meistari en er allur af vilja gerður. Góð brennsla og hægt að taka jafnmikið á því og maður vill. Ekki jafnmikill munur á kynjunum heldur, ólíkt til dæmis …lyftingum… þá er ekkert því til fyrirstöðu að stelpur geti skotið drengjum ref fyrir rass.

Bílaleigan Kok þarf að skipta um nafn. Þetta er versta vörumerki sem ég nokkru sinni séð.  Jájá, ég er að tala um þetta hér og auglýsa fyrir þannig fyrir þá og allt það. En ég er persónulega mjög ólíklegur til að skipta við þetta fyrirtæki því ég hef sjálfkrafa neikvætt viðhorf gagnvart því.

Ætli bókin um Guðna sé ekki nokkuð áhugaverð?

2 svör to “Samtíningur”

  1. Una Sighvatsdóttir Says:

    Sammála í öllum aðalatriðum. „Krafturinn í keppnina færir þér heppnina“ er gott dæmi um setningu sem er svo sem alveg málfræðilega rétt en hún er algjörlega merkingarlaus.
    Mér finnst þetta kjánalegt atriði fyrir Fréttablaðið að byggja auglýsingaherferð á. Geta þeir ekki hreykt sér af einhverju sem er ekki á mörkum þess að vera satt? Þeir halda því fram að Mogginn gefi í raun út tvö laugardagsblöð og Fbl hafi þannig alveg rosalegt forskot afþví að fara nokkrum klukkustundum seinna í prentun þennan dag, sem er frekar veikur málflutningur. Svo má benda á það að alla hina daga vikunnar fer Mogginn seinna í prentun en Fbl og getur þá samanlagt koverað álíka margar klukkustundir af fréttum per viku sem Fbl missir af fram að miðnætti.

  2. Doddi Says:

    Áhugaverðar og leiftrandi pælingar líkt og vanalega Önundur. Sérstaka athygli mína vöktu orð þín um badmintoníþróttina, en þar er á ferðinni frábær líkamsrækt og góð skemmtun, eins og þú bentir réttilega á.

    Ég táraðist síðan af hlátri þegar ég sá nafn bílasölunnar sem þú talar svo skemmtilega um. Hittir naglann á höfuðið eins og alltaf!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: