Málfars

Orðið „þolinmæði“ virðist nú æ oftar ritað með vaffi. Þvolinmæði. Það er furðulegt.

Sú tilhneiging manna að kalla allt ferli er líka skemmtileg. Nýtt ferli sem ónefndur ofurbloggari Íslands notar í einni af sínum nýjustu færslum er biðferli. Semsagt ferli sem gengur út á bið. Biðferlið er þá væntanlega eins konar innskotsferli í hinu eiginlega ferli, sem getur verið hvað sem er, kannski að gifta sig. Ef kirkjan er fullbókuð langt fram í tímann tekur við biðferli, en ekki bið, eftir kirkjunni. Svo kallar hann „það að gifta sig“ hjónabandsferli. Ferli, ferli, ferli, ferli.

Af hverju ert þú að leita?
– af hverju? af því bara!
Nei ég meina, af hverju ertu að leita?
– af þessum hól.
Hvað meinarðu?
– hvað meina ég? ég týndi hjólinu mínu og það er gott að leita að því af þessum hól. Hér er víðsýnt mjög.

5 svör to “Málfars”

 1. Sjonni Says:

  Kjötfars

 2. Una Sighvatsdóttir Says:

  Ég fatta ekki þetta með þvolinmæðina. Hvaðan kemur þessi misskilningur? Og það er ekki eins og v sé neinstaðar nálægt þ eða o á lyklaborðinu, svo varla er þetta innsláttavilla. Ótrúlega heimskulegt.

 3. Ómar Sigurvin Says:

  Ég er að leita af manni….

 4. valinkunnurandansmadur Says:

  Til þess að svo sé þarft þú að vera á manni. Ég trúi þér reyndar alveg til þess.

 5. bylgja Says:

  Aldrei séð þvolinmæði en sé oft orðið hræðilegt skrifað með enni eða hræðiNlegt. Hvaðan kemur það?
  Er eitthvað ferli í gangi með leiðiNlegt yfir í hræðiNlegt. Dettur helst í hug að það sé eitthvað FERLI í gangi með leiðiNlegt yfir í hræðiNlegt sem ruglar fólk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: