Fréttir

Það getur verið gaman að horfa á fréttir.

Í fyrsta lagi var það fréttin hennar Þóru Arnórsdóttur um mávinn í Leirvogshólmanum. Hver er dularfulli gamli maðurinn sem kom í hólmann? Af hverju hvarf hann fyrir þremur árum? Hvert fór hann? Hver var hann? Dularfulla, gamla manninn bar margoft á góma í þessari löngu frétt. Ég held að Þóra þurfi að fá þau Jonna, Önnu, Finn og Dísu til þess að leysa gátuna og lenda í dálitlum ævintýrum í leiðinni.

Svo var það fréttin hans Sigurfinns um sjávarútvegsmálin og þorskkvótatillögur Hafrannsóknastofnunar. Hann var í Garði, held ég, og tók þar nokkra starfsmenn útgerðar tali. Hann talaði við verkstjórann í fiskvinnslunni, en hann hét Þorsteinn. Svo talaði hann við stýrimann, Þorstein að nafni. Einnig ræddi hann við skipstjóra og útgerðarmann sem hét Þorsteinn. Ekki nóg með þetta heldur ræddi hann við fiskverkakonuna Þorsteinsínu.
Ég krefst þess að Sigurfinnur hætti þrálátri mismunun sinni gegn fólki sem ekki heitir nöfnum sem byrja á ,,Þorstein-„. Þetta er sjúkt.

3 svör to “Fréttir”

  1. Þorgeir Says:

    Er þetta nafnakjaftæði ekki grín?

  2. valinkunnurandansmadur Says:

    Neinei, alls ekki. Þú getur horft á þetta á ruv.is held ég.

  3. Una Sighvatsdóttir Says:

    Þetta var frekar fáránlegt. Þó skyldi ekki við Sigurfinn sakast, hver veit nema allir í Garði heiti nöfnum sem byrja á Þorstein-.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: