Blóð, afköst, sjónvarp og dálítil pólitík.

Það er kominn tími til að skella sér í Blóðbankann og láta blóð af hendi rakna til samfélagsins. Það er kjörin leið til þess að láta sjálfum sér líða vel, en eins og þið vitið gerir maður aldrei neitt af óeigingjörnum ástæðum. Allt fyrir mig.

Ég hef haft mikla þörf fyrir það undanfarið að verðlauna sjálfan mig fyrir eitthvað sem ég hef alls ekki afrekað. Ástundun námsins gæti hafa verið meiri undanfarið (fyrir utan ritgerðaskrif og verkefnaskil og slíkt) en samt finnst mér alltaf í lok dagsins að ég hafi verið að gera voðalega mikið. Sem er ekki alveg rétt.

Í gær megnaði ég þó að fara yfir 70 glærur á meðan ég horfði á Boston Legal og Dexter. Tel að ég hafi meðtekið fróðleikinn og söguþráðinn. Hvorugt var kannski mjög flókið.

Ég held að ég hafi áður lýst ánægju minni með þættina um Dexter hér á síðunni. Þeir, ólíkt flestu öðru sem frá BNA kemur þessi misserin, hafa söguþráð sem hefur byrjun, ris og endi. Nú fer t.d. að draga til tíðinda og línur eru farnar að skýrast. Það er fyrst og fremst spennandi að sjá hvernig Dexter mun murka lífið úr kærasta systur sinnar og ná að fela slóð sína áður en þáttaröðinni lýkur.

Aðrir þættir eru ekkert annað en útþynnt endaleysa. Má þar á meðal nefna Lost (Úti á þekju), Desperate Housewives (Þröngar eiginkonur)  og Ugly Betty (Ljóta jólatréð). Ég hef áður talað um tónlistina í Lost og DH. UB státar af nákvæmlega eins tónlist og DH. Það er: „Nú-gerist-fyndið. Þetta-þetta-er sniðugt. Tilbúin-bráðum. Nú-á-að-hlæja.“ Finnið fyrir mig breskan þátt sem hefur svona tónlist. Ef þið finnið hann skal ég bjóða ykkur í mat í maí.

Sjónvarpsefni sem virkar: Auglýsingar Framsóknarflokksins. Alltaf er til nóg kapítal fyrir sjónvarpsauglýsingar á þeim bænum. Jón Sigurðsson stendur sig eins og hetja í aðalhlutverkinu, syndir, hlær, borðar verkamannasamlokur og flytur boðskapinn sem menn vilja heyra; kaffið á köflótta brúsanum skal áfram verða heitt eftir kosningar. Samlokurnar verða áfram smurðar eftir kosningar og settar í nestisboxin. Það er í raun mesta furða hvað hann kemur vel út, því að öllu jöfnu er framkoma hans (þó hún sé til fyrirmyndar) gamaldags.

Lesendur skulu þó ekki túlka þetta sem svo að ég ætli mér að kjósa Framsóknarflokkinn í vor. Því fer fjarri.

4 svör to “Blóð, afköst, sjónvarp og dálítil pólitík.”

 1. Mokki Says:

  Ljóta jólatréð eru góðir þættir!!!

 2. bjössi Says:

  ég hélt ég væri sá eini sem væri að verða geðveikur á tónlistinni í desperate housewives. og falska spennan í lost, þessi fáranlegi brass hávaði rétt fyrir auglýsingahlé: NÚ-VAR-EKKERT-AÐ-GERAST-EN-ÞÚ-ÁTT-AÐ-VERA-GEÐVEIKT-SPENNTUR

 3. Una Sighvatsdóttir Says:

  Haha æji sem betur fer kannski hef ég ekki séð LOST í meira en ár.
  Tónlistin í DH er svolítið pirrandi já, mér finnst líka upphafsstefið ekki skemmtilegt. Ég læt þetta hinsvegar ekki fara í taugarnar á mér í Ljóta jólatrénu, ekki ennþá allavega.

 4. Alex Says:

  Já, æj DH er orðið útþynnt og leiðinlegt núna og ég hef alltaf hatað tónlistina þar. Hinsvegar ELSKA ég tónlistina í Lost vegna þess að það er nákvæmlega það eina sem heldur þáttunum saman. Þessi tónlist GERIR þættina. Jújú, sagan er orðin ömurleg og þreytt og ég nenni ekki lengur að pæla í hvort Kate sé skotin í Jack eða Sawyer, en ekkert af þessu er tónlistinni að kenna. Ef að það væri ekki fyrir hana væru allir löngu búnir að gefa þáttinn upp á bátinn.

  Mér finnst Ljóta jólatréð vera skemmtilegir þættir út af Willimina Slater, Marc og Amanda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: