Archive for apríl, 2007

Afburðagóð ályktunarhæfni

apríl 30, 2007

Það er langt um liðið síðan ég hef gert mannlífsathugun eins og þær sem ég skrifaði reglulega um fyrir nokkrum árum síðan. En svo vildi til að ég fór í Krónuna á hádegi, eftir prófið í almenningsálitinu, dauðþreyttur eftir að hafa vaknað klukkan 6.00 til að læra. Þegar ég var búinn að týna grundvallarnauðsynjavörur (á borð við Kappakókómjólk, furuhnetur og pestó) í körfuna fór ég í röðina við kassann. Tvær konur voru á undan mér. Önnur þeirra var mikil frú. Tilhöfð í múnderingu með perlufestar um hálsinn, í tískuleðurjakka og með leðurhanska. Þetta var sú týpa sem fer með andlitsfarða í sund, ef þið kannist við hana. Þegar röðin færðist áfram og hún gekk hnarreist að kassanum rakst hún utan í rekka af labello varasalva. Tvær pakkningar hrundu í gólfið og lágu þar. Hún hunsaði þær og tók til við að raða glæsilega valinni matvöru sinni á færibandið hjá lágkúrulegum búðarstarfsmanninum.

Þegar maturinn hennar var kominn á borðið var komið að því að setja körfuna í körfustaflann undir  enda þess. Konan staðnæmdist. Henni varð starsýnt á körfurnar sem voru þar fyrir. Þeim hafði ekki verið raðað vel. Sú efri var skökk ofan í þeirri neðri, og annað handfangið lá ekki haganlega út við enda hennar, heldur var það lagt inn á við og hefti því inngöngu næstu körfu ofan í staflann. Hún hikaði. Hún beygði sig. Hún hætti við. Hún hristi hausinn. Hún leit á konuna á milli okkar með svip sem sagði ,,Sééééérðu þennan smánarblett?“ Hún rétti úr sér og horfði á óskapnaðinn. Hún hristi hausinn aftur. Að lokum beygði hún sig niður og rétti körfurnar af. Að því loknu sagði hún hátt og snjallt: ,,Það var svosem ekki við því að búast af þessum meeeðal Íslendingi að hann gæti gengið rétt frá þessu. Ha? Of erfitt fyrir meðal Íslendinginn.“ Hún beindi orðum sínum sérstaklega til konunnar fyrir aftan sig í röðinni, viss um að sú yrði sér sammála.

,,Íslendingar eru nú ekki beinlínis þekktir fyrir að vera gáfuð þjóð.“ bætti hún við og gjóaði augunum að tímaritastandinum. Týndur sonur Björgvins Halldórssonar, Siggi, er víst kominn í leitirnar. Enginn sagði neitt. ,,Svo einstaklega heimsk þjóð!“ sagði hún þá og horfði til konunnar í leit að samþykki enn á ný. Ályktunarhæfni sem þessi er sérlega sjaldgæf og aðeins á færi þeirra allra gáfuðustu. Venjulegir félagsvísindamenn þurfa a.m.k. 120 manna úrtak til þess að geta ályktað um heilar þjóðir, helst miklu meira. En þessi frú, í krafti yfirburða sinna, þurfti ekki nema einn í úrtakið. Heimska fíflið sem gekk ekki frá körfunni rétt.

,,Nja, það fer nú tvennum sögum af þvííí.“ – sagði aftari þá með óskýrum framburði, svo það hljómaði meira eins og ,,hnjaaaa, hna fe nú hnennum hnjögum af hnjííí.“ Hún grúfði andlit sitt hálft ofan í hálsmálið á vindjakkanum og horfði upp í gegnum hárið, skömmustuleg.

Frúin fraus í eitt augnablik þegar hún heyrði sér andmælt. Hún studdi sig við færibandið og glennti upp augun. Höfuðið rann fram og hálsinn virtist lengjast þegar hún horfði rannsakandi á konuna. Umframhúðin á hálsinum kláraðist að lokum og höfuðið staðnæmdist. Það var fyrst núna sem hún tók eftir því að konan sem andmælti henni við kassann var sjálf ekkert annað en próletari. Meðalmennskan holdi klædd. Gallabuxur, strigaskór og vindjakki. Guð minn góður.

Fleiri orð voru ekki sögð þennan dag við kassann, en vonandi fæ ég að njóta ályktunarhæfni fínu frúarinnar aftur í nánustu framtíð.

…svo iðrin lágu úti

apríl 30, 2007

Það er ekki skemmtilegt að uppáhaldsgallabuxurnar mínar eru farnar á gefa sig á versta stað. Einmitt á staðnum þar sem saumar skálmanna og klaufarinnar mætast í krossgötum á milli læra mér.

Uppvöxtur litla trés

apríl 29, 2007

Þar sem ég sit hér við gluggann í lesherberginu og þykist vera að læra sé ég að tréð sem ég fékk úr garði foreldranna síðasta vor er byrjað að laufgast. Mér tókst nefnilega að taka gríðarlega stóran moldarhnaus með því og það hefur sennilega ekkert tekið eftir því að það er ekki lengur í Garðabænum, heldur niðri í miðbæ. Eflaust skemmir heldur ekki fyrir að loðni, flækti, kaldi og hrakti fresskötturinn úr næsta húsi skítur reglulega í beðið og leggur þannig sitt af mörkum.

Ég er orðinn gersamlega sjúkur í sumarið. Þessi próf eru að flækjast alveg svakalega mikið fyrir mér. Get ég ekki tekið þau seinna bara?

Ég er búinn að ákveða hvað ég geri eftir prófin. Þann ellefta verð ég í vinnunni, þann tólfta kýs ég og þann þrettánda fer ég í hjólreiðatúr eitthvað út fyrir borgarmörkin. Fjórtánda til átjánda verð ég í vinnunni vonandi og þríf húsið á kvöldin. Helgina nítjánda til tuttugasta ætti maður kannski að smella sér á Kárahnjúka með einhverjum góðum mönnum.

Svo eigum við von á amerískum og hondúrískum (?) gestum í vikunni þar á eftir. Það eru þau Lasheena og Pablo. Planið er að sýna þeim eitthvað skemmtilegt, láta þau synda í Seljavallalaug og grilla fyrir þau og svona, áður en þau halda áfram í Evrópuför.

Seljavallalaug

Aaaahhhh! Sumar. Núna. Takk.

Tenacious D – Tribute

apríl 28, 2007

Eins og kunnugir vita er ég mikill áhugamaður um að þýða enska sönglagatexta viðstöðulaust á meðan ég syng tilheyrandi lög. Útkoman er oft skrautleg, en nú í morgun var ég að söngla þetta lag hans Jack Black og útkoman varð skárri en yfirleitt:

Look into my eyes and it’s easy to see

one and one make two, two and one make three

it was destiny

once every hundredthousand years or so

when the sun don’t shine and the moon don’t glow

and the grass don’t grow

————————————————-

Horfð’í augu mér, þar er auðvelt að sjá

hvernig einn og tveir gera saman þrjá

og forlög okkar tjá

Í eitt skipt’á hundrað alda fresti hann sést

þegar tunglið er nýtt og sólin sest

og uppskeran bregst.

Engilsaxneska

apríl 27, 2007

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag kemur fram að menn fái almennt aulahroll þegar Valgerður Sverrisdóttir talar engilsaxnesku. Það er ekki skrýtið, enda kannski ekki viðbúið að utanríkisráðherrann sé mjög góður í fornensku.

Annars svaf ég ljómandi vel í nótt, þakka ykkur fyrir.

Tölvulaus lærdómur

apríl 26, 2007

Undanfarna daga hef ég lært án tölvunnar. Hef farið upp á hlöðu einungis með eina námsbók, eina stílabók og tvo penna. Þetta er að gefast mjög vel. Hins vegar var hann ekki að gera sig, svakalegi hausverkurinn sem ég fékk um kaffileytið í dag. Hann einbeitti sér helst að hægra auganu í mér. Það virtist ætla út úr höfðinu þegar verst lét. Það var slæmt því í heildina stefndi dagurinn í að verða svakalegur hvað afköst varðar. Voltaren og svefn gerðu út af við hausverkinn, en einnig daginn. Kannski maður nái nokkrum blaðsíðum núna.

Kaffitrylltur

apríl 24, 2007

Ég gleymi því stundum hvað ég er næmur fyrir koffeini. Þegar ég kom heim áðan fékk ég mér kaffi í þeirri trú að það gerði mér kleift að læra fram eftir. Ég gleymdi mér aðeins í drykkjunni og fékk mér tvo bolla. Nú er ég óstarfhæfur. Kaffitrylltur fáviti gengur laus í Þingholtunum.

Fékk bígerð í tána

apríl 24, 2007

Í dag lenti ég í því óláni að fá bígerð í tána. Það getur talist mjög alvarlegt ef illa fer, en ýmsar alfleiðingar þess geta líka verið lítt hættulegar. Enn hefur ekkert gerst og ég finn engan mun á tánni og sé ekkert að henni. En þannig er eðli bígerðarinnar, allt getur gerst og maður getur ekki annað en bara beðið og vonað.

Það verður að segjast

apríl 23, 2007

…að reiturinn þar sem Ungfrú Kebabpravda var áður er kjörinn til þess að reisa hátt hús með hornturni sem rímar við apótekið. Slíkt myndi gerbreyta mynd Lækjartorgs, ljótasta staðar á landinu. Eina vesenið er að þá verða Hressó og Ömmukaffi eins og pönnukaka á milli bókabúðarinnar og nýja hússins og berir húsgaflar gína yfir öllu sitthvoru megin. Það er þó auðleyst vandamál. Erró er fenginn til þess að mála myndir á húsgaflana. Ég sé fyrir mér Wonderwoman að kyrkja Maóista með lærunum á meðan Jörundur hundadagakonungur fylgist íbygginn með.

Þá verður kominn ferhyrningur með þremur turnum, Borginni, Apótekinu og nýja húsinu. Þá er ekki annað að gera en bíða eftir því að Kínahúsið fuðri upp einn daginn og menn geta byrjað á fjórða turninum.

Turnar eru málið. Viðurkennið það.

Ungverska þinghúsið

Symmetría, symmetría, symmetría!

Af Wikipediu í tilefni af bloggi Konráðs

apríl 22, 2007

Konráð Jónsson gerir nú stólpagrín að stjórnmálamanninum Boutros Boutros-Ghali á vef sínum, http://blogg.kj.is Hr. Ghali er að því er virðist endalaus uppspretta gleði fyrir heimsbyggðina, einungis af því að sama stafarunan kemur fyrir tvisvar sinnum í nafninu hans. Hér eru nokkur dæmi, tekin af vefalfræðiorðabókinni góðu:

Boutros-Ghali’s distinctive double name has been used for comedic effect in several television programs. In the UK Comedy series Believe Nothing, the host of a game show is called Boutros-Boutros Ghali (prompting Rik Mayall to ask „Can I call you Boutros-Boutros, Boutros-Boutros?“) In 2002, Boutros-Ghali appeared in a segment of Da Ali G Show episode „War„. Ali G introduced his guest as „Boutros Boutros Boutros-Ghali“ and wrapped up the interview by thanking „Boutros Boutros Boutros Boutros-Ghali“ for his participation. Along similar lines, in the early 1990s an episode of the CBC political satire TV show Royal Canadian Air Farce featured an exchange between two characters where, by adding/revealing words to each other one at a time, the conversation ultimately led to the phrase „Boutros Boutros-Ghali’s really bally Sally Rally/Gala“. The phrase „Boutros Boutros-Ghali“ was used as part of a mock parody of the Spanish language in a recurring sketch on the British TV comedy show The Fast Show. „Boutros Boutros-Ghali“ appears to have meant „goodbye“.

In an episode of Seinfeld titled „The Hamptons„, when Jerry and Kramer see George’s girlfriend topless, Kramer says „Yo-Yo Ma“ to which Jerry responds „Boutros Boutros-Golly!“ Boutros-Ghali was a regular feature in the Top 10 list feature on CBS‘s Late Show with David Letterman. In 1997 a list entitled „Top Ten Ways Celebrities Can Raise 33.5 Million Dollars“ included the suggestion that Boutros Boutros-Ghali could „Auction off a ‘Boutros'“. A May 6th, 1994 Top Ten List entitled „Top Ten Boutros Boutros-Ghali Pick-up Lines“ included the entries „Can I can I buy you a drink a drink?“, and „It must be fate – you don’t have any boutroses, and I’ve got one to spare!“. He was also referred to as „Boutros Boutros-Ghali: the man so nice they named him twice“. In the sitcom Family Matters, the character Myra Monkhouse gives her full name as „Myra Boutros-Boutros Monkhouse“. Boutros-Ghali was called „one of the most important people in the world“ second only to „Flibber Flabber Flinger Boo-Boo“ in a strip for Get Fuzzy, written by Darby Conley. The Animaniacs song „U.N. Me“ played on Ghali’s name in a different way: „Boutrous Boutrous Ghali-gee/Down by the East Riverside/Leads the General Assembly“ In the panel quiz Q.I., Stephen Fry informs us the literal translation of Boutros Boutros-Ghali is „Peter Peter- Expensive“.

There is an Icelandic non-league soccer team that honored the former Secretary-General by naming the team after him.[3]