Ýmislegt

The Jerry Springer Show

Ég hef átt í deilum við félaga minn undanfarið. Þær snúast um það hvort þáttur Jerry Springer sé leikinn eða ekki. Hann heldur því fram að þetta sé ekta, en ég tel að mest af þessu sé leikið.

Spaugstofan og þjóðsöngurinn

Kastljóss-Sigmar átti ágætis líkingu í því máli á blogginu sínu. Hann telur að menn ættu að setja Múhameð spámann þar inn í staðinn fyrir þjóðsöng og fána. Góður punktur hjá honum. Svo átti einhver annar þá ábendingu að virðing er áunnin og það er í raun fjarstæðukennt að lögbinda sjálfa virðingu fólks fyrir ákveðnum fyrirbærum. Annað hvort virðir fólk þau eða ekki. Ég get ekki séð að það sé beinlínis gert. En í lögum um þjóðsönginn er öll önnur meðferð á honum en sú hefðbundna bönnuð og í 1. mgr. 12. gr. fánalaganna er í það minnsta blátt bann við því að menn óvirði fánann í orði eða verki.

Engu að síður er þetta tvíeggjað sverð. Eða margeggjað (marg-eggjað, ekki mar-geggjað) ef slíkt sverð hefur einhvern tíma verið til. Ég er margklofinn í þessu máli, í herðar niður jafnvel.

Nú er það svo að fyrirbæri eins og þjóðsöng og þjóðfána mun ákveðinn hópur virða og halda mikið upp á. Næstum því óumflýjanlega mun einhver annar hópur innan samfélagsins fyrirlíta þessi fyrirbæri með jafnafgerandi hætti og fyrri hópurinn virðir þau. Annar hópurinn gerir sína afstöðu ljósa, og þá þarf hinn hópurinn að gera sína afstöðu ljósa, t.d. með því að setja upp pípuhatt í fánalitunum. Það gæti haft í för með sér álíka fána- og þjóðsöngsmenningu og er í Bandaríkjunum, þar sem heiður þessara fyrirbæra er hafður í hvað mestum hávegum. Menn klæðast fánajakkafötum og fánapípuhöttum og keyra um á bílum í fánalitunum og dreifa plakötum og miðum með fánanum á. Á hverjum íþróttaviðburði er fundin út ný leið til þess að þjösnast á þjóðsöngnum (sem fjallar um fánann nb.) með nýjum hætti – allt til þess að sýna ást fólks á föðurlandinu.

Nú gæti ég auðvitað sagt að mér væri alveg sama þótt sú yrði niðurstaðan, enda séu þetta bara skurðgoð sem ekki eigi að dýrka. En ég held að svarið sé samt á þá leið að mér sé ekki sama. Þessi bandaríski fánakúltúr hefur lengi farið í mínar fínustu. Ég verð samt að hafa þann fyrirvara á að ég veit ekki hvort fánamenningin þar vestra er vegna skorts á reglum um þetta, eða út af einhverju allt öðru.

Ég gæti semsagt verið fylgjandi reglum um þessi atriði af því að ég nenni ekki einhverjum hallæriskúltúr með þessi fyrirbæri. Hins vegar væru ástæðurnar ekki þær að ég og Una höfum alltaf fánahyllingu við sólarupprás og fellum tár saman þegar þjóðsöngurinn er sunginn á Laugardalsvelli. Grínið hjá Spaugstofumönnum særði mig ekki, mér fannst það frekar fyndið reyndar.

Þróunarkenningin

Skv. þessari mynd sem ég veit ekki hvort er áreiðanleg trúir minnihluti Bandaríkjamanna á þróunarkenninguna. Nú á ég líka í vandræðum með að gera það upp við mig hvort þessi og þessi séu að leika í grínþætti eða hvort þeir eru í alvörunni að reyna að sannfæra einhvern. Úff.

3 svör to “Ýmislegt”

 1. Hafsteinn Þór Hauksson Says:

  Varðandi Springer þá held ég að þið félagarnir hafið að vissu leyti báðir rétt fyrir ykkur. Ég heyrði einhvern tímann viðtal við hann þar sem Springer fullyrti að hann fengi aldrei sjálfur fólk til þess að segja ósatt eða koma fram með einhverja steypu. Hann áttaði sig hins vegar vel á því að einhver hluti þátttakenda væri bara að flippa og leika sér. Ég held að þetta sé mjög líklegt, þ.e. að þáttturinn sjálfur er ekki að pródúsera einhver leikin atriði (eins og var í Nonna Sprengju þættinum á Íslandi fyrstu daga Skjás eins) heldur sjái fólkið sem mætir í þáttinn sjálft um það.

 2. bjössi Says:

  þetta er ótrúlega áhugavert sjónvarpsefni. ef þið horfið vandlega á fólkið og hvernig það talar og viðbrögð þeirra við hvert annað þá sjáið þið að þetta GETUR ekki verið leikið. eflaust hafa einhverjir gestirnir ákveðið fyrirfram „já ok, ég ætla að tala um þegar þú svafst hjá dótturdóttur stjúpföður þíns og síðan kem ég og lem þig“, alveg eins og í öllum spjallþáttum, en eftir að hafa horft á 20-30 þætti er ljóst að flæðið í umræðunum er of eðlilegt og spontant til að vera óekta. þetta er alvöru fólk sem er í alvöru svona fáranlega heimskt og athyglissjúkt.

  önundur: aldrei vanmeta þörf bandaríska meðalmannsins til að komast í sjónvarpið. fyrir marga er þetta það sama og að vinna óskarinn.

 3. Ásdís Eir Says:

  Þróun lífsins, já. Hnetusmjörssamlokur með bönunum áttu sinn þátt í dauða Kóngsins. Tilviljun? Varla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: